Fara í innihald

Kyntjáning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kyntjáning er hegðun, háttalag og klæðaburður manneskju sem eru tengd við karlmennsku eða kvenleika.[1] Að jafnaði er kyntjáning flokkuð eftir þessum tveimur andstæðupörum, en hver og ein manneskja getur falið í sér bæði kvenlega og karllæga kyntjáningu. Dæmi um kyntjáningu getur verið til dæmis stutt hár, klæðaburður eins og háir hælaskór eða kjóll, eða eiginleikar eins og að vera vöðvastælt/ur eða með dimma rödd. Allir hafa kyntjáningu, óháð kynhneigð eða kynvitund, en hugtakið er oft notað í samhengi við hinseginleika.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kyntjáning“. Hinsegin Ö til A. Samtökin '78.