Kyle Rittenhouse

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rittenhouse árið 2021

Kyle Howard Rittenhouse (f. 3. janúar 2003) er bandarískur maður sem skaut tvo menn til bana og særði einn með AR-15 stíl riffli í óeirðum í Kenosha, Wisconsin í ágúst 2020 þegar hann var 17 ára. Hann var ákærður fyrir morð, morðtilraun og að leggja fólk í hættu. Hann var einnig ákærður fyrir að bera vopn undir lögaldri og að brjóta útgöngubannið sem var í gildi en dómarinn lagði þær ákærur niður. Réttarhöldin voru haldin í nóvember 2021. Kviðdómurinn sýknaði hann af öllum ákærum eftir að Rittenhouse bar vitni að hafa hleypt af skotunum í sjálfsvörn.

Jafnvel þótt Rittenhouse og allir mennirnir sem hann skaut væru hvítir voru réttarhöldin mjög umdeild vegna þess að óeirðirnar voru haldnar í nafni Black Lives Matter hreyfingarinnar í kjölfar þess að lögreglan í Kenosha skaut svartan mann, Jacob Blake, og særðu hann alvarlega. Ásökuðu hann margir um að vera rasisti.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.