Fara í innihald

Kviksjá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kviksjá
Séð inn í kviksjá
Kviksjá getur líka átt við útvarpsþáttinn Kviksjá

Kviksjá (skrautstokkur, skraut(flygsu)kíkir eða kaleidóskóp) er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur, t.d. glerbúta og perlur, sem hafa verið komið fyrir í rörinu. Þegar síðan er horft í kviksjána má sjá samhverf form og með því að snúa henni ummyndast þau og breytast. Kviksjáin var þekkt í Grikklandi til forna, en Sir David Brewster enduruppgötvaði hana árið 1816 og fékk einkaleyfi fyrir henni árið 1817.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.