Kveldúlfsmálið
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið og þar að auki: vantar t.d. tengla,laga málfar. |

Kveldúlfsmálið var eitt stærsta átakamál í íslenskum stjórnmálum árin 1936-1938.
Málið sjálft
[breyta | breyta frumkóða]Málið snerist um að útgerðarfyrirtækið Kveldúlfur, sem var á tímapunkti eitt stærsta útgerðarfélag Íslands, skyldi vera tekið til gjaldþrotaskipta eða jafnvel þjóðnýtt vegna háar skuldar til Landsbankans. Félagið kom illa út úr heimskreppunni eins og mörg önnur togarafélög þannig skuldir söfnuðust saman vegna tapreksturs. Fimm framkvæmdastjórar fyrirtækisins voru allir synir Thors Jensens, þeir voru kallaðir Thorsarar. Þeir tóku mikið fé úr rekstrinum til annarra nota en útgerðarinnar og var það í raun ástæðan fyrir þessum erfiðleikum fyrirtækisins.
Árið 1933 fór Héðinn Valdimarsson, sem var þingmaður Alþýðuflokksins, fram á það hvort Kveldúlfur ætti fyrir þeim rekstrarlánum sem Landsbankinn hafði veitt þeim, þar sem bankastjórar gerðu engar kröfur um það. Í árslok 1933 voru skuldir Kveldúlfs orðnar 5,3 milljónir króna.
Kveldúlfur hættir veiðum vorið 1937 þar sem mikill skortur á verkafólki blasti við. Eftir það var mikið deilt um framtíð Kveldúlfs. Alþýðuflokkurinn lagði fram frumvarp til Alþingis um gjaldþrotaskipti fyrirtækisins, frumvarpið innihélt þá tillögu að stofna þriggja manna matsnefnd til að meta eignir Kveldúlfs og átti það að miðast við frjálsa sölu eignanna á þessum tíma. Ef það hefði komið í ljós að félagið átti ekki fyrir skuldum sínum átti að setja á laggirnar aðra nefnd sem værir samansett af fimm einstaklingum þar sem verkefni þeirra var að sjá um uppgjör Kveldúlfs og líka útgerð togaranna á meðan þessi skil stæðu yfir. En þetta frumvarp varð að engu því Framsóknarflokkurinn vildi ekki styðja það.[1][2]
Skoðanir flokkanna
[breyta | breyta frumkóða]Þetta frumvarp sem nefnt er hér fyrir ofan sýnir skoðun Alþýðuflokksins á þessu máli, hefði frumvarpið gengið í gegn þá hefði Kveldúlfur verið auðveldlega sagður gjaldþrota og eignir þess notaðar til að borga upp skuldirnar og ríkið tekið við útgerð togaranna. Kveldúlfur hefði hreinlega verið þurrkaður út.
Framsóknarflokkurinn var sammála Alþýðuflokknum með það mál að stöðva þurfti þessa starfsemi Kveldúlfs en vildi ekki fara jafn hratt og hart í það og Alþýðuflokkurinn gerði. Sagt var að flokknum fannst Héðinn Valdimarsson og Alþýðuflokkurinn hans vera að sækja þetta mál af meira kappi en forsjá. Blaðið “Dagur” segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki stoppa "fjársukkið" í Kveldúlfi ef þeir hefðu fengið að ráða.[2]
Það á kannski ekkert að koma á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki stöðva Kveldúlf því Thorsararnir voru mjög tengdir flokknum og í raun fjölskyldan öll. Ólafur Thors var til dæmis formaður flokksins í 27 ár eða frá 1934 til 1961 svo hann var það á meðan þetta mál var í hápunkti.[3][4]
Endir og lausn
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnendur Landsbankans fengu að ráða um örlög Kveldúlfs og þeir voru komnir með þá skoðun að fyrirtækið ætti ekki fyrir skuldum sínum og það yrði að setja upp raunhæft veð fyrir þeim. Samningar voru gerðir í mars 1937 og nánast allar eignir Kveldúlfs og jarðeignir Thors Jensens voru settar sem trygging fyrir þessum skuldum. Eigendur fyrirtækisins töfðu nógu lengi til þess að ná að bjarga eignum sínum. Kveldúlfur gerði upp allar skuldir sínar árið 1941 og náðu sér aftur á strik á stuttum tíma.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Guðmundur Jónsson, “Smáþjóð á heimsmarkaði” Í Lífstaug landsins. Saga íslenskrar utanverslunar 900-2010. ritsj. Sumarliði R. Ísleifsson. seinna bindi, 196-197. Reykjavík: Háskóli Ísland, 2017.
- ↑ 2,0 2,1 „Kveldúlfsmálið og afstaðaflokkanna til þess." Dagur, 1. apríl 1937.
- ↑ Guðmundur Magnússon (2006). Thorsararnir: auður - völd - örlög. Almenna Bókafélagið. bls. 66.
- ↑ Alþingi (febrúar 2020). „Ólafur Thors“.