Fara í innihald

Kvíði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verk titlað "Kvíði" eftir óþekktan listamann.

Kvíði er tilfinning sem hægt er að lýsa sem eins konar ótta gagnvart framtíðinni og afleiðingum fortíðarinnar, Þó skal kvíði vera aðskilinn ótta sem önnur tilfinning sem tengist frekar núinu. Helstu líkamlegu einkenni kvíða eru ógleði, óróleiki, verkur í maga, stífir vöðvar og þreyta, enn til eru mun fleiri einkenni, og jafn vel sum sem eru öfug við þau sem hafa verið talin upp.

Kvíðaraskanir

[breyta | breyta frumkóða]

Kvíðaraskanir eru tegund geðraskana sem tengjast kvíða, ótta og fóbíum. Munurinn er sá að kvíði er tilfinning sem flestar manneskjur upplifa hverju sinni í gegnum líf sitt, en fólk með kvíðaraskanir kljáist við kvíða dags daglega sem getur verið mjög hamlandi.

Samkvæmt DSM-5-TR handbókinni eru tegundir kvíðaraskana til dæmis: Aðskilnaðarkvíði, valkvætt málleysi, fóbíur gagnvart ákveðnum hlutum (dýrum, nálum o. fl.), félagsfælni, felmtursröskun, víðáttufælni, kvíðaröskun af völdum efna/lyfja, kvíði vegna annars sjúkdóms og aðrar tilgreindar kvíðaraskanir (á við þegar sjúklingur hefur veruleg einkenni en uppfyllir ekki viðmið fyrir neina tiltekna kvíðaröskun).[1]

Kvíði sem varnarkerfi

[breyta | breyta frumkóða]
Tafla 1 úr Understanding anxiety disorders: the psychology and the psychopathology of defence mechanisms against threats

Í grunninn er kvíði innbyggt varnarkerfi með þeim tilgangi að halda einstaklingum á lífi og í fjarri áhættum. Kvíði, ótti og ofsakvíði eru skipulagseiginleikar þessa kerfis: Kvíði sem kemur upp sem svar við væntingu um ógn, ótti sem kemur upp sem svar við ytri ógnum frá umhverfinu og panikk sem kemur upp sem svar við innri ógnum frá líkamlegum stöðum.[2]

Kvíði er ekki bara ein einföld tilfinning, heldur eru til margar tegundir af kvíða svo sem tilvistarkvíði, frammistöðukvíði, félagskvíði, valkvíði og fleira.[3]

Tilvistarkvíði

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvistarkvíði er tegund kvíða sem margir heimspekingar hafa reynt að kryfja. Helsti tilvistarspekingurinn Søren Kierkegaard lýsti kvíða sem „sundl frelsisins“ og benti á möguleikann á jákvæðri lausn kvíða með sjálfsmeðvitaðri ábyrgðarbeitingu og vali.

Félagslegur kvíði

[breyta | breyta frumkóða]

Félagslegur kvíði er kvíði sem tengist félagslegum aðstæðum sem getur verið gríðarlega lamandi fyrir fólk. Sem dæmi upplifir fólk hann í nýju umhverfi svo sem vinnu og skóla.

Valkvíði sem hugtak er oftast notað í smærri tilfellum eins og að velja lit, mat eða fatnað, þó hann sé fyrir mörgum mjög erfið tegund af kvíða sem getur leitt til ofhugsunar eða skorti á ákvörðun þegar ákvörðun þarf að taka.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Overview of Anxiety Disorders - Psychiatric Disorders“. MSD Manual Professional Edition (enska). Sótt 11 október 2025.
  2. Perna, Giampaolo (1 janúar 2013). „Understanding anxiety disorders: the psychology and the psychopathology of defence mechanisms against threats“. Rivista di Psichiatria (ítalska). 48 (1): 73–75.
  3. Diagnostic and statistical manual of mental disorders : DSM-5. Internet Archive. Arlington, VA : American Psychiatric Association. 2013. ISBN 978-0-89042-554-1.