Fara í innihald

Kvíðaraskanir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kvíðaröskun)

Kvíðaraskanir eru flokkur geðrænna truflana, geðraskana, sem nær yfir nokkur kvíðavandamál (kvíði, fóbía, hræðsla).

Það sem greinir þá að sem þjást af kvíðaröskunum, frá þeim sem ekki þjást af þeim, eru nokkur atriði. Þar vegur þyngst hversu sterkur kvíðinn er, hversu erfitt er að losna við hann, hversu oft og lengi hann er til staðar og hversu mikil áhrif hann hefur á daglegt líf manna.

Kvíðaraskanir eru oft lamandi eða heftandi vandamál sem koma aftur og aftur, en þær geta skotið upp kollinum eftir ákveðinn atburð eða verið viðloðandi frá bernsku. Þær eru líklegar til að skjóta upp kollinum á tímum mikils álags.

Flestir geta eflaust séð sjálfan sig í einhverjum kvíðaröskunum af og til. Þannig eru það fæstir sem geta komið algerlega afslappaðir fram á mannamótum, sérstaklega ef þeir eiga að halda ræðu. Flestir finna án efa til kvíða yfir engu sérstöku einstaka sinnum, sérstaklega ef undanfarinn tími hefur falið í sér mikla streitu. Kvíðaköst eru einnig ekkert sérstaklega óalgeng. Flest okkar upplifa auk þess ákveðna áráttu af og til, sérstaklega sem börn. Líta má á hjátrú sem einhvers konar áráttu, s.s. að ganga ekki undir stiga, eða að ganga aðeins á hellum, ekki á mótum þeirra. Sömuleiðis athuga margir á hvort þeir hafi lokað útidyrahurðum eða gluggum þegar þeir fara að heiman, eða kanna margoft hvort þeir hafi póstlagt bréf þegar þeir muna ágætlega eftir því að hafa farið á pósthús. Að auki geta sumir einstaklingar upplifað endurteknar og nánast uppáþrengjandi hugsanir, oft kynferðislegar eða sem tengjast ofbeldi. Líkt og áður segir er allt ofantalið talið vera hluti af okkur sem manneskjum, þetta eru aðferðir líkamans til að búa okkur undir erfiða tíma og sennilega að gera okkur hæfari til að sinna daglegu lífi.

Gerðir kvíðaraskanna

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt DSM-handbókinni, sem er yfirleitt notuð þegar rætt er um geðræna kvilla og sjúkdóma, eru kvíðaraskanir m.a. eftirtaldir kvillar:

Almennt er hugræn atferlismeðferð talin æskilegasta meðferðin en lyf eru einnig notuð, aðallega þunglyndislyf og róandi lyf.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.