Fara í innihald

Kunming Changshui-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir farþegarmiðstöð Kunming Changshui alþjóðaflugvallarins við Kunming borg, Yunnan í suðvesturhluta Kína.
Kunming Changshui alþjóðaflugvöllurinn við Kunming borg, í Kína.
Landakort sem sýnir tengingar Kunming Changshui alþjóðaflugvallarins til ríkja Asíu árið 2015.
Kort af Asíutengingum Kunming Changshui alþjóðaflugvallarins.

Kunming Changshui alþjóðaflugvöllurinn (IATA: KMG, ICAO: ZPPP) (kínverska: 昆明长水国际机场; rómönskun: Kūnmíng cháng shuǐ guójì jīchǎng) er meginflughöfn Yunnan héraðs í suðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Hann er einn fjölfarnasti flugvöllur Kína.

Flugvöllurinn er staðsettur 24,5 km norðaustur af miðbænum á við fjallasvæði um 2.100 metra yfir sjávarmáli. Hann var vígður árið 2012 í stað gamla Kunming Wujiaba alþjóðaflugvallarins sem var rifinn.

Kunming Changshui völlurinn þjónar sem hlið að Suðaustur- og Suður-Asíu og er (ásamt Urumqi Diwopu flugvellinum) annar af tveimur innlendum safnflugvöllum Kína.

Hann er safnvöllur China Eastern Airlines, Kunming Airlines (heimafélagið í Yunnan), Lucky Air, Sichuan Airlines og Ruili Airlines. Alls eru 46 farþegaflugfélög starfandi á flugvellinum. Að auki eru farmflugfélög starfandi á vellinum (cargo).

Flugvöllurinn hefur tvær flugbrautir og um hann fóru 48 milljónir flugfarþega árið 2019. Það gerir hann að einum fjölfarnasta flugvelli heims.