Kuldabelti
Útlit
Kuldabelti (latína: zona frigida) er veðurfarsbelti á jörðinni sem er næst heimskautunum og með ársmeðalhita undir +10°C. Kuldabeltin taka við norðan og sunnan tempruðu beltanna. Í stjörnufræði er kuldabelti sá hluti jarðar sem liggur norðan nyrðri heimskautsbaugs eða sunnan hins syðri og tekur við af tempraða beltinu.