Kuhn (fyrirtæki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kuhn er franskt fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki s.s. heyvinnutæki, plóga og áburðardreifara.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirtækið var stofnað af Joseph Kuhn árið 1828. Hann framleiddi þá lóð og vogir en árið 1864 fluttist hann til Severne til að framleiða landbúnaðartæki. Reksturinn gekk vel á fyrri hluta 20. aldar en svo dró úr krafti fyrirtækisins í skugga seinni heimsstyrjaldar. Þegar henni lauk komst reksturinn á fullt skrið að nýju. Ári seinni gekk Kuhn inn í viðskiptasamband með svissnesku fyrirtækið og 1949 hafði Kuhn ráðandi markaðshlutdeild á franska markaðnum.

Á 8. áratug 20. aldar hóf fyrirtækið að selja tæki sín um alla Evrópu. Á 9. áratugnum var tekið upp flókið þróunarferli sem öllu tæki fóru í gegnum og þetta kerfi bar ávöxt 1990 þegar fyrirtækið hlaut gullverðlaun á SIMA-sýningunni í París fyrir vendiplógur sinn. Tveimur árum síðar fékk sláttuvél með 5 metra vinnslubreidd gullverðlaun á sömu sýningu.

Árið 2002 tók Kuhn yfir bandaríska fyrirtækinu Knight en það var þá leiðandi í fóðurvögnum og -blöndurum en áður hafði Kuhn einmitt fjárfest Audrea S.A. Í dag er verksmiðja í Broadhead í Wisconsin-fylki fyrir Kuhn-Knight fóðurvagna.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]