Krist Novoselic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krist Novoselic árið 2011.

Krist Anthony Novoselic (f. 16. maí 1965) er bandarískur tónlistarmaður og fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Nirvana og einn stofnenda hennar. Eftir dauða Kurts Cobains árið 1994 stofnaði Novoselic hljómsveitina Sweet 75 og gaf út eina plötu. Árið 2002 stofnaði hann aðra hljómsveit, Eyes Adrift, sem gaf út eina plötu einnig. Árin 2006 til 2009 spilaði hann í pönkhljómsveitinni Flipper. Novoselic er líka virkur aðgerðasinni og var einn stofnenda JAMPAC (Joint Artists and Musicians Political Action Committee).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.