Kristín Þorvaldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristín Þorvaldsdóttir (14. janúar 187020. júní 1944), stundum nefnd Jónsson, var málari og ein af fyrstu Íslendingunum sem námu málaralist, hún lærði í Kaupmannahöfn og fór til frekara framhaldsnáms til Þýskalands. Kristín ferðaðist vítt og breytt um Evrópu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar og bjó lengi í Kaupmannahöfn, þá stofnaði hún listmunaverslun við Kirkjustræti í Reykjavík. Kristín ólst upp á Ísafirði, dóttir hjónanna Þórunnar Jónsdóttur og Þorvaldar Jónssonar læknis þar í bæ en Þorvaldur var sonur Jóns Guðmundssonar alþingismanns og ritstjóra Þjóðólfs og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur.

Um Kristínu má lesa í bók Hrafnhildar Schram listfræðings, Huldukonur í íslenskri myndlist. Verk Kristínar hafa verið sýnd á samsýningum.