Kristín Þorvaldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Þorvaldsdóttir (14. janúar 187020. júní 1944), stundum nefnd Jónsson, var málari og ein af fyrstu Íslendingunum sem námu málaralist, hún lærði í Kaupmannahöfn og fór til frekara framhaldsnáms til Þýskalands. Kristín ferðaðist vítt og breytt um Evrópu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar og bjó lengi í Kaupmannahöfn, þá stofnaði hún listmunaverslun við Kirkjustræti í Reykjavík. Kristín ólst upp á Ísafirði, dóttir hjónanna Þórunnar Jónsdóttur og Þorvaldar Jónssonar læknis þar í bæ en Þorvaldur var sonur Jóns Guðmundssonar alþingismanns og ritstjóra Þjóðólfs og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur.

Um Kristínu má lesa í bók Hrafnhildar Schram listfræðings, Huldukonur í íslenskri myndlist. Verk Kristínar hafa verið sýnd á samsýningum.