Fara í innihald

Kosningaaldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barist fyrir lækkun kosningaaldurs í Kaliforníu.

Kosningaaldur er lágmarksaldur sem þarf til að öðlast kosningarétt í almennum kosningum samkvæmt lögum. Langflest lönd heimsins tilgreina kosningaaldur. Í dag er algengast að miða við átján ára aldur en þegar almennum kosningum var komið á var algengt að miða við 21 árs aldur.

Í sumum löndum má kjósa 16 ára: Austurríki, Skotlandi, Þýskalandi (sum sambandsríki), Bosníu-Herzegóvínu (16 ára með atvinnu), Argentínu, Brasilíu, Nikaragva, Kúbu og Ekvador. Í einstökum ríkjum er kosningaaldurinn 17, 20 og 21 árs.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.