Kornsúra
Kornsúra | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Persicaria vivipara (L.) Ronse Decr. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Persicaria vivipara er fjölær jurt í súruætt (Polygonaceae).
Flokkun[breyta | breyta frumkóða]
"Molecular phylogenetic" rannsóknir hafa sýnt fram á að ættkvíslin Bistorta er sér grein innan ættarinnar Polygonaceae.[1] Hinsvegar inniheldur Bistorta aðeins eina viðurkennda tegund; Bistorta sherei H. Ohba & Akiyama,[2] og Bistorta vivipara er nú talið samnefni við P. vivipara.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]
Hún er algeng um heimskautasvæði Evrasíu og Norður Ameríku (Grænland meðtalið).[3] Útbreiðslusvæðið nær suður í háfjallasvæði, svo sem Alparnir, Karpatafjöll, Pýreneafjöll, Kákasus, og Tíbethásléttan.
Kornsúra er algeng á Íslandi, um allt land.[4]
Samband við aðrar tegundir[breyta | breyta frumkóða]
Samlífi[breyta | breyta frumkóða]
Sveppir sem lifa á Íslandi sem rotverur á dauðum eða hálfdauðum vefjum kornsúru eru fjölmargir. Meðal þeirra sem eru þekktir eru Bostrichonema polygonia,[5] Ciboria polygoni-vivipari,[5] vankynssveppurinn Rhabdospora pleosporoides,[5] sinublaðögn (Mycosphaerella tassiana),[5] og hin skylda Mycosphaerella polygonorum.[5]
Kornsúra lifir við útræna svepprót.[6]
Sjúkdómar[breyta | breyta frumkóða]
Aðrir sveppir lifa á kornsúru sem plöntusjúkdómar. Meðal þeirra sem herja á kornsúru á Íslandi eru kornsúrusótsveppur (Microbotryum bistortarum) sem sýkir æxlikornin[5] og Microbotryum pustulatum og kornsúrulakk (Pseudorhytisma bistortae) sem sýkja blöð kornsúrunnar.[5] Þrjár tegundir pússryðs sýkja kornsúru á Íslandi: kornsúruryðsveppur (Puccinia bistortae), kornsúrupússryð (Puccinia septentrionalis) og Puccinia polygoni-vivipari.[5]
Fæða[breyta | breyta frumkóða]
Ræturnar innihalda 24% kolvetni og æxlilaukarnir eru með 17% kolvetni. Þeir eru með hnetulíkt bragð og eruætir ferskir, en ættu að vera eldaðir í 15 mínútur. Blöðin eru C-vítamín uppspretta og hægt að borða hrá. Kornsúra er talin ein af 14 mikilvægustu villiplöntunum í neyðaraðstæðum.[7]
Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Sanchez A, Schuster TM, Kron KA (2009). „A large-scale phylogeny of Polygonaceae based on molecular data“. International Journal of Plant Sciences. 170 (8): 1044–1055. doi:10.1086/605121.
- ↑ „The Plant List: Bistorta“. Royal Botanic Gardens, Kew and Missouri Botanic Garden. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2018. Sótt 27. júní 2018.
- ↑ "Bistorta vivipara (L.) Delarbre" Geymt 2016-04-28 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- ↑ Áskell Löve (1945). Íslenskar jurtir. Mál og Menning. bls. 128.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 5,6 5,7 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 2020-10-17 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ ”Handbok Överlevnad”. Svenska armén, 1988
