Konstantínos Tasúlas
Konstantínos Tasúlas | |
---|---|
Κωνσταντίνος Τασούλας | |
![]() | |
Forseti Grikklands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 13. mars 2025 | |
Forsætisráðherra | Kýríakos Mítsotakís |
Forveri | Katerína Sakellaropúlú |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 17. júlí 1959 Jóannínu, Grikklandi |
Þjóðerni | Grískur |
Stjórnmálaflokkur | Nýtt lýðræði |
Maki | Faní Staþopúlú |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Aþenu |
Undirskrift | ![]() |
Konstantínos Tasúlas (gríska: Κωνσταντίνος Τασούλας; f. 17. júlí 1959) er grískur stjórnmálamaður og lögfræðingur sem er núverandi forseti Grikklands. Hann var áður forseti gríska þingsins frá 2019 til 2025.[1] Tasúlas er meðlimur í stjórnmálaflokknum Nýju lýðræði og var þingmaður fyrir flokkinn í kjördæmi Jóannínu frá 2000 til 2025. Hann var einnig menningar- og íþróttamálaráðherra frá 2014 til 2015 í ríkisstjórn Antonís Samaras.
Bakgrunnur
[breyta | breyta frumkóða]Tasúlas fæddist í Jóannínu í Grikklandi þann 17. júlí 1959. Hann gekk í lagadeild Háskólans í Aþenu og útskrifaðist með lagagráðu árið 1981. Hann vann sem lögmaður í Aþenu og London.[2]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Tasúlas gekk snemma í stjórnmálaflokkinn Nýtt lýðræði og vann frá 1981 til 1990 sem ritari í skrifstofu stjórnmálamannsins Evangelos Averof. Árið 1990 var hann kjörin í bæjarstjórn hverfisins Kífíssía við Aþenu og var kjörinn bæjarstjóri þess árið 1994.[3]
Árið 1990 var Tasúlas útnefndur formaður stofnunar um útflutningsaðstoð. Hann gegndi því embætti til ársins 1993.[4]
Þingferill
[breyta | breyta frumkóða]Tasúlas var kjörinn á þing fyrir kjördæmi Jóannínu árið 2000 og hefur haldið þingsæti sínu í öllum þingkosningum síðan þá.[2] Árið 2006 var hann útnefndur þingflokksfulltrúi Nýs lýðræðis. Hann varð aðalritari flokksins árið 2010. Árið 2007 var hann aðstoðarvarnarmálaráðherra og á árunum 2014-15 var hann menningar- og íþróttamálaráðherra.[3]
Forseti þings
[breyta | breyta frumkóða]Eftir þingkosningar í Grikklandi árið 2019 var Tasúlas kjörinn forseti gríska þingsins með 283 atkvæðum, sem var met. Stjórnarflokkurinn Nýtt lýðræði kaus hann en han naut einnig stuðnings stjórnarandstöðuflokkanna Syriza, KINAL, EL og MeRA25. Fimmtán þingmenn Kommúnistaflokks tilkynntu mætingu sína en tveir þingmenn (Dímítrís Tzanakopúlos og Efí Aktsíoglú) sátu hjá. Þetta var í fyrsta sinn sem forseti þingsins var kjörinn í opnum kosningum.[5]
Forseti Grikklands
[breyta | breyta frumkóða]Í janúar 2025 lagði Kýríakos Mítsotakís forsætisráðherra framboð Tasúlas til forseta Grikklands til samþykktar þingsins. Tasúlas þáði tilnefninguna, sem var stjórnarandstaðan gagnrýndi þar seme hann var sitjandi þingmaður úr stjórnarflokknum.[6] Hann var kjörinn forseti af þinginu eftir fjórar umferðir þann 12. febrúar 2025 með atkvæðum 160 þingmanna af 300.[7][8]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Tasúlas er kvæntur Faní Staþopúlú og á með henni tvö börn.[9]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Tasoulas elected Parliament Speaker with broad, five-party backing“. To Vima. 17 júlí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Κωνσταντίνος Τασούλας“ [Konstantínos Tasúlas] (gríska). Menningarmálaráðuneyti Grikklands. 30 apríl 2005. Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ 3,0 3,1 Bokas, Christos (15 janúar 2025). „Κωνσταντίνος Τασούλας: Από τη δημαρχία στην Κηφισιά και την 25ετή θητεία στη Βουλή, υποψήφιος Πρόεδρος της Δημοκρατίας“ [Konstantínos Tasúlas: Frá borgarstjóra Kífíssía og 25 árum á þingi, frambjóðandi til forseta lýðveldisins]. Proto Thema (gríska). Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ Bokas, Christos (15 janúar 2025). „Κ. Τασούλας: Το βιογραφικό του υποψήφιου Προέδρου της Δημοκρατίας“. Liberal (gríska). Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ „Εκλογή κ. Κωνσταντίνου Τασούλα στη θέση του Προέδρου της Βουλής“ [Kjör hr. Konstantínos Tasúlas til forseta þingsins]. VouliWatch (gríska). 18 júlí 2019. Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ „Tasoulas' presidential nomination draws criticism from left-wing opposition“. Kathimerini. Athens News Agency. 15 janúar 2025. Sótt 15 janúar 2025.
- ↑ „Greece's new president is a leading advocate of bringing home the Parthenon sculptures from Britain“. AP News (enska). 12 febrúar 2025. Sótt 12 febrúar 2025.
- ↑ „Konstantinos Tasoulas elected new president of Greece“. Ekathimerini. Sótt 12 febrúar 2025.
- ↑ „The experienced politician with a long career on the doorstep of the Presidency of Greece“. Ellines. Sótt 12 febrúar 2025.
Fyrirrennari: Katerína Sakellaropúlú |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |