Konstantín Paústovskíj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Konstantín Pástovskí
Паустовский.jpg
Konstantín Pástovskí árið 1954
Fæddur19. maí 1892
Dáinn14. júlí 1968
Starfrithöfundur
Undirskrift
Константин Паустовский (роспись).svg

Konstantín Pástovskí (á rússnesku Константин Паустовский) (19. maí 1892 - 14. júlí 1968) var rússneskur og sovétskur rithöfundur. Hann hefur oft verið kallaður fremstur rússneskra höfunda síðan Gorkí leið. Hann var fjórum sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum (1965; 1966; 1967; 1968).

Konstantín Pástovskí fæddist og ólst upp í Kíev, höfuðborg Úkraínu, þar sem faðir hans var járnbrautarstarfsmaður, en móðir hans var af pólskum ættum. Árið 1913 hóf Pástovskí nám við háskólann í Moskvu, gerðist síðan blaðamaður og reyndi sitt af hverju á bylt-ingarárunum, en 1927 sneri hann sér fyrir alvöru að ritstörfum. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ritgerðir, eru í miklum metum bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra, en frægust er sjálfsævisaga hans, "Mannsævi", sem byrjaði að koma út 1947. Pástovskí hefur ekki sízt verið hælt fyrir grand-varleik sinn og sannleiksást; sjálfur segist hann hafa sett sér þá reglu í ritun sjálfsævisögunnar að segja frá engu öðru en því sem hann var sjálf-ur vitni að. Eigi að síður, eða kannski vegna þess, gefur bók hans óvenju skýra lýsingu á lífi í Rússa-veldi og Sovétríkjunum fyrir byltingu, á bylting-ar- og borgarastríðsárunum og síðar.

Helstu verk[breyta | breyta frumkóða]

 • Komandi skip («Встречные корабли»), (1928)
 • («Блистающие облака»), (1928)
 • («Кара-Бугаз»), (1932)
 • («Судьба Шарля Лонсевиля»), (1933)
 • Kolkis («Колхида»), (1933)
 • («Романтики»), (1935)
 • Svartahaf («Черное море»), (1936)
 • («Исаак Левитан»), (1937)
 • («Орест Кипренский»), (1937)
 • Taras Sjevtjenko («Тарас Шевченко»), (1939)
 • Mannsævi («Повесть о жизни»), (19451963 - ísl. þýð. Halldór Stefánsson

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.