Konstantín Paústovskíj
Konstantín Pástovskí | |
---|---|
![]() Konstantín Pástovskí árið 1954 | |
Fæddur | 19. maí 1892 |
Dáinn | 14. júlí 1968 |
Starf | rithöfundur |
Undirskrift | |
![]() |
Konstantín Pástovskí (á rússnesku Константин Паустовский) (19. maí 1892 - 14. júlí 1968) var rússneskur og sovétskur rithöfundur. Hann hefur oft verið kallaður fremstur rússneskra höfunda síðan Gorkí leið. Hann var fjórum sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum (1965; 1966; 1967; 1968).
Konstantín Pástovskí fæddist og ólst upp í Kíev, höfuðborg Úkraínu, þar sem faðir hans var járnbrautarstarfsmaður, en móðir hans var af pólskum ættum. Árið 1913 hóf Pástovskí nám við háskólann í Moskvu, gerðist síðan blaðamaður og reyndi sitt af hverju á bylt-ingarárunum, en 1927 sneri hann sér fyrir alvöru að ritstörfum. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ritgerðir, eru í miklum metum bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra, en frægust er sjálfsævisaga hans, "Mannsævi", sem byrjaði að koma út 1947. Pástovskí hefur ekki sízt verið hælt fyrir grand-varleik sinn og sannleiksást; sjálfur segist hann hafa sett sér þá reglu í ritun sjálfsævisögunnar að segja frá engu öðru en því sem hann var sjálf-ur vitni að. Eigi að síður, eða kannski vegna þess, gefur bók hans óvenju skýra lýsingu á lífi í Rússa-veldi og Sovétríkjunum fyrir byltingu, á bylting-ar- og borgarastríðsárunum og síðar.
Helstu verk[breyta | breyta frumkóða]
- Komandi skip («Встречные корабли»), (1928)
- («Блистающие облака»), (1928)
- («Кара-Бугаз»), (1932)
- («Судьба Шарля Лонсевиля»), (1933)
- Kolkis («Колхида»), (1933)
- («Романтики»), (1935)
- Svartahaf («Черное море»), (1936)
- («Исаак Левитан»), (1937)
- («Орест Кипренский»), (1937)
- Taras Sjevtjenko («Тарас Шевченко»), (1939)
- Mannsævi («Повесть о жизни»), (1945—1963 - ísl. þýð. Halldór Stefánsson
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Mannsævi / eftir Konstantín Pástovskí; Halldór Stefánsson íslenzkaði. - Reykjavík: Heimskringla, 1968-1970
- Ólafur Jónsson, Draumsýn um hamingju, Vísir - 211. Tölublað (26.09.1969)