Fara í innihald

Kommúnistaflokkur Þýskalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kommúnistaflokkur Þýskalands
Kommunistische Partei Deutschlands
Stofnár 1. janúar 1919; fyrir 106 árum (1919-01-01)
Samruni eftirtalinna hreyfinga Spartakistabandalagsins[1] og Alþjóðlegra kommúnista[2]
Stofnandi Rosa Luxemburg
Karl Liebknecht
Lagt niður
  • 21. apríl 1946; fyrir 78 árum (1946-04-21)[a]
  • 17. ágúst 1956; fyrir 68 árum (1956-08-17)[b]
Gekk í Sósíalíska einingarflokkinn[a]
Höfuðstöðvar Karl-Liebknecht-Haus, Berlín
Félagatal 360.000 (nóv. 1932)[3]
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Einkennislitur Rauður

Kommúnistaflokkur Þýskalands (Kommunistische Partei Deutschlands; skammstafað KPD) var öfgavinstrisinnaður stjórnmálaflokkur í Weimar-lýðveldinu á millistríðsárunum, andspyrnuhreyfing gegn nasistum á tíma Þriðja ríkisins og síðan minniháttar stjórnmálaflokkur í Vestur-Þýskalandi á eftirstríðsárunum þar til flokkurinn var bannaður af stjórnlagadómstól árið 1956.

Flokkurinn var stofnaður eftir fyrri heimsstyrjöldina af sósíalistum sem höfðu verið á móti stríðinu. Flokkurinn tók þátt í spartakistauppreisninni í janúar 1919, þar sem hann reyndi að stofna sovétlýðveldi í Þýskalandi. Eftir að uppreisnin var sigruð og flokksleiðtogarnir Rosa Luxemburg, Karl Liebknecht og Leo Jogiches voru myrt ákvað flokkurinn um skeið að taka upp hófsamari stefnu og taka þátt í lýðræðislegum kosningum undir forystu Pauls Levi. Á tíma Weimar-lýðveldisins hlaut flokkurinn yfirleitt á bilinu 10 til 15 prósent atkvæða og var með fulltrúa á þýska ríkisþinginu og landsþingum sambandsríkjanna. Undir forystu Ernsts Thälmann frá árinu 1925 varð flokkurinn stalínískur í hugsun og hélt tryggð við Sovétríkin. Frá árinu 1928 laut flokkurinn að miklu leyti stjórn Komintern í Moskvu. Flokkurinn beitti sér aðallega gegn þýska Jafnaðarmannaflokknum (SPD), sem kommúnistar litu á sem helsta andstæðing sinn og kölluðu „sósíal-fasista“. Kommúnistaflokkurinn leit á alla aðra flokka í Weimar-lýðveldinu sem fasistaflokka.[9]

Kommúnistaflokkurinn var bannaður í Þýskalandi aðeins einum degi eftir að Nasistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum árið 1933. Flokkurinn hélt áfram neðanjarðarstarfsemi í Þýskalandi nasismans og leiddi andspyrnu gegn nasistastjórninni innanlands, meðal annars með því að dreifa and-nasískum bókmenntum. Kommúnistaflokkurinn missti marga meðlimi á árunum 1933 til 1939 þar sem um 30.000 kommúnistar voru teknir af lífi og 150.000 sendir í útrýmingarbúðir nasista.[10][11] Sagnfræðingurinn Eric D. Weitz telur að um 60% þýskra útlaga í Sovétríkjunum hafi verið teknir af lífi í hreinsununum miklu og að hærra hlutfall meðlima í stjórnmálanefnd KPD hafi látist í Sovétríkjunum en í Þýskalandi nasismans. Weitz bendir jafnframt á að stjórn Stalíns hafi framselt hundruð þýskra ríkisborgara, sem flestir voru kommúnistar, til Gestapo.[12]

Kommúnistaflokkurinn var endurvakinn eftir seinni heimsstyrjöldina í Vestur- og Austur-Þýskalandi og vann sæti á fyrsta sambandsþingi Vestur-Þýskalands eftir kosningar árið 1949. Flokkurinn var skilgreindur sem öfgasamtök og bannaður með lögum af stjórnlagadómstól landsins árið 1956. Árið 1969 stofnuðu nokkrir fyrrum meðlimir flokksins lítinn jaðarflokk, Þýska kommúnistaflokkinn (DKP), sem er enn löglegur. Þá hafa margir klofningsflokkar verið stofnaðir sem gera tilkall til arfleifðar KPD. Í Austur-Þýskalandi skipuðu Sovétmenn svo fyrir að Kommúnistaflokkurinn skyldi sameinast Jafnaðarmannaflokknum og mynda Sósíalíska einingarflokkinn (SED), sem réð yfir Austur-Þýskalandi frá 1949 til 1989. Margir jafnaðarmenn voru á móti samrunanum og flúðu til vesturhluta landsins.[13] Eftir fall Berlínarmúrsins tóku umbótasinnar yfir Sósíalíska einingarflokkinn og endurnefndu hann Lýðræðislega sósíalistaflokkinn (PDS). Árið 2007 sameinaðist PDS klofningshreyfingunni WASG úr Jafnaðarmannaflokknum og myndaði Vinstriflokkinn.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 (í Austur-Þýskalandi)
  2. (í Vestur-Þýskalandi)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ottokar Luban, The Role of the Spartacist Group after 9 November 1918 and the Formation of the KPD, í: Ralf Hoffrogge and Norman LaPorte (ritstj.), Weimar Communism as Mass Movement 1918-1933, London: Lawrence & Wishart, 2017, bls. 45-65.
  2. Olaf Ihlau: Die roten Kämpfer. Ein Beitrag zur Geschichte der Arbeiterbewegung in der Weimarer Republik und im Dritten Reich (= Marburger Abhandlungen zur politischen Wissenschaft, Band 14, ISSN 0542-6480). Hain, Meisenheim am Glan 1969, (Nachdruck. (= Politladen-Reprint. No. 8). Verlag Politladen, Erlangen 1971, ISBN 3-920531-07-8; Zugleich: Marburg, Universität, Dissertation, 1968).
  3. Catherine Epstein. The last revolutionaries: German communists and their century. Harvard University Press, 2003. bls. 39.
  4. Bock, Hans-Manfred (1976). Geschichte des linken Radikalismus in Deutschland: Ein Versuch [History of left-wing radicalism in Germany: an attempt] (þýska). Frankfurt: Suhrkamp. bls. 90.
  5. Shipway, Mark (1987). „Council Communism“. Í Rubel, Maximilien; Crump, John (ritstjórar). Non-Market Socialism in the Nineteenth and Twentieth Centuries. New York: St. Martin's Press. bls. 105.
  6. Hudis, Leter (21. september 2022). „Rosa Luxemburg Was the Great Theorist of Democratic Revolution - Rosa-Luxemburg-Stiftung“. www.rosalux.de (bandarísk enska). Sótt 21 október 2024.
  7. Haro, Lea (2011). „Entering a Theoretical Void: The Theory of Social Fascism and Stalinism in the German Communist Party“. Critique: Journal of Socialist Theory. 39 (4): 563–582. doi:10.1080/03017605.2011.621248. S2CID 146848013.
  8. Bois, Marcel (17 júní 2012). „A Son of His Class“. Jacobin. Sótt 4 janúar 2022.
  9. Hoppe, Bert (2011). In Stalins Gefolgschaft: Moskau und die KPD 1928–1933. Oldenbourg Verlag. ISBN 9783486711738.
  10. McDonough, Frank (6. september 2001). Opposition and Resistance in Nazi Germany (PDF). Cambridge University Press. ISBN 9780521003582. Sótt 4. mars 2022.
  11. Rogovin, Vadim Zakharovich (2021). Was There an Alternative? Trotskyism: a Look Back Through the Years (enska). Mehring Books. bls. 380. ISBN 978-1-893638-97-6.
  12. Weitz, Eric D. (13 apríl 2021). Creating German Communism, 1890-1990: From Popular Protests to Socialist State (enska). Princeton University Press. bls. 280. ISBN 978-0-691-22812-9.
  13. Heydemann, Günther (2003). Die Innenpolitik der DDR. doi:10.1524/9783486701760. ISBN 978-3-486-70176-0.
  14. Fernbach, David (2011). "Introduction". In David Fernbach (ritstj.). In the Steps of Rosa Luxemburg: Selected Writings of Paul Levi. Chicago: Haymarket Books.
  15. Pierre Broué, The German Revolution, 1917-1923. (1971) John Archer, trans. Chicago: Haymarket Books, 2006; bls. 960-961.
  16. Reichhardt, Hans-Joachim (1970). „Resistance in the Labour movement: The German Communist Party (KPD)“. The German Resistance to Hitler. University of California Press. bls. 164–180. ISBN 0-520-01662-9.
  17. Ernst Thälmann, sem Gestapo handtók 3. mars 1933, var enn formlega leiðtogi flokksins þar til hann var tekinn af lífi 18. ágúst 1944. Schehr og síðar Pieck voru starfandi leiðtogar sem staðgenglar Thälmanns.