Kolmónoxíðeitrun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kolmónoxíð eitrun)

Kolmónoxíðeitrun eru eitrunaráhrif kolmónoxíðs í blóði.

Kolmónoxíð (CO) er litarlaust, bragðlaust og lyktarlaust gas og það veldur engu áreiti og því hóstar maður ekki við innöndun þess eða áttar sig á því. Venjulega binst CO öðru O atómi og er því mest um CO þar sem er takmarkað súrefni. Hægt er að greina kolmónoxíð í andrúmslofti með sérstökum mælitækjum. Svo lítið sem 0,04 % (400 ppm) geta valdið dauða manna. Eitrunaráhrifin stafa af því að kolmónoxíð binst hemóglóbíni í blóði en það losnar margfalt hægar en súrefni eða koltvíoxíð. Það er að segja hemóglóbínið sem venjulega flytur súrefni er fullt af kolmónoxíð, því flyst minna súrefni til vefja líkamans og byrja þeir að skemmast. Mikið magn í blóði getur valdið heilaskemmdun eða leitt til dauða. Kolmónoxíð myndast til dæmis við lausagang bifreiða. Kolmónoxíð er í þeim reyk sem reykingamenn anda að sér en það er venjulega ekki nóg til að valda eitrun.

Stundum hafa starfsmenn slökkviliðs látist úr þessari eitrun við störf sín. Fólk hefur framið sjálfsmorð með þessum hætti og enn fremur hafa þau slys orðið að gat hefur komið á þessar pípulagnir í venjulegum bílum og fólk hefur dáið en það er þó afar sjaldgæft.

Í mörgum löndum er kolmónoxíðeitrun algengust banvænna eitrana. Það er að segja af þeim sem deya úr eitrunum er þetta sú algengasta.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.