Kobuk Valley-þjóðgarðurinn
Útlit
(Endurbeint frá Kobuk Valley National Park)
Kobuk Valley-þjóðgarðurinn (enska: Kobuk Valley National Park) er þjóðgarður í norðvestur-Alaska, Bandaríkjunum, rétt norðan heimskautsbaugs. Hann var stofnaður árið 1980 og þekur um 7000 ferkílómetra eða á stærð við Delawarefylki. Hann er þekktur fyrir sandöldurnar Great Kobuk Sand Dunes, mýrar við Kobuk-fljót og hreindýrahjarðir sem eru hluti af vestur-heimskautshjörð sem telur um 400.000 dýr. Hreindýrin fara yfir ána í árstíðabundinni för sinni. Veiðar heimamanna eru einungis leyfðar á svæðinu. Engir vegir liggja að þjóðgarðinum. Þjóðgarðurinn Gates of the Arctic National Park and Preserve er 50 km fyrir austan hann.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kobuk Valley-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Kobuk Valley National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. des. 2016.