Knútur 6.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Innsigli Knúts 6., frá því um 1190.

Knútur 6. Valdimarsson (stundum Knútur 4.) (116312. nóvember 1202) var konungur Danmerkur frá 1182 til dauðadags. Hann var sonur Valdimars mikla Knútssonar og konu hans Soffíu af Minsk og var krýndur sem meðkonungur föður síns þegar árið 1170. Hann tók svo við þegar faðir hans lést en í raun var það Absalon erkibiskup, vinur og fóstbróðir Valdimars, sem stýrði ríkinu framan af.

Knútur neitaði að gerast lénsmaður Friðrik Barbarossa keisara og vegna átaka og óeiningar innan Þýskalands tókst honum að ná ítökum í Pommern og fá Bugislav hertoga þar til að viðurkenna yfirráð Dana. Eftir það kallaði hann sig konung Vinda og þótt Danir misstu öll yfirráð yfir Pommern, Mecklenburg og öðrum löndum sunnan Eystrasalts árið 1225 héldu Danakonungar áfram að kalla sig konunga Vinda fram á 20. öld.

Knútur er sagður hafa verið mjög hávaxinn, frómur og lítillátur en ekki mikill leiðtogi. Framan af ríkisstjórnarárum sínum stóð Knútur í skugga Absalons og seinna yngri bróður síns, Valdimars sigursæla, sem var mun meiri fyrir sér. Knútur giftist 1177, fjórtán ára að aldri, Geirþrúði (um 1154 - 1196) dóttur Hinriks ljóns hertoga af Saxlandi og Bæjaralandi. Þau voru barnlaus.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Valdimar mikli Knútsson
Konungur Danmerkur
(11821202)
Eftirmaður:
Valdimar sigursæli