Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar
Fullt nafn Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar
Gælunafn/nöfn Gullkálfarnir
Stytt nafn Reyðarfjörður
Stofnað 2007
Leikvöllur Fjarðabyggðarhöllin
Stærð 400 (allt í sæti)
Stjórnarformaður Ólafur Kristinn Kristínarson
Knattspyrnustjóri Þórður Vilberg Guðmundsson
Deild Bikarkeppni UÍA
2008 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar er íþróttafélag frá Reyðarfirði, stofnað 2007. Félagið leikur í utandeild Austurlands, Bikarkeppni UÍA (Malarvinnslubikarnum).

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þó Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar sé stofnað árið 2007 nær saga félagsins aftur til ársins 2006 þegar það hóf starfsemi. Það ár spilaði liðið undir merkjum Súlunnar frá Stöðvarfirði og lék á Stöðvarfjarðarvelli. Gengi liðsins var undir væntingum og endaði liðið í 6.sæti af 6 liðum í B-riðli Malarvinnslubikarsins, með 7 stig úr 10 leikjum.

Í mars 2007 var félagið formlega stofnað og lék undir eigin nafni í Malarvinnslubikarnum það sumar. Árangur liðsins var góður og endaði liðið í 3.sæti af 9.liðum í keppninni með 16 stig úr 8 leikjum og markatöluna +25 (37-12). Reyndar sigraði liðið líka Vetrarbruna frá Djúpavogi 3-0 í 2.umferð keppninnar en þau úrslit voru ógild þegar Vetrarbruni sagði sig úr keppni.

Árið 2008 skráði félagið sig til leiks í 3.deild karla. Eftir slakt gengi á undirbúningstímabilinu dróg félagið umsókn sína til baka og hélt áfram þáttöku sinni í Malarvinnslubikarnum. Þar var gengið ekki sem skildi og endaði liðið í 5.sæti af 6 liðum með 13 stig úr 10 leikjum. Eins undarlega og það kann að hljóma var Knattspyrnufélag Reyðarfjarðar eina félagið í keppninni sem lék alla sína leiki það árið, en það helgast af því að Dýnamó Höfn sagði sig úr keppni áður en tímabilinu lauk.

Þetta sama ár tók félagið einnig í fyrsta skipti þátt í VISA-bikarnum þar sem liðið sigraði Boltafélag Norðfjarðar í 1.umferð en datt út gegn Fjarðabyggð í 2.umferð.

Stjórn og Starfsfólk[breyta | breyta frumkóða]

Ólafur Kristinn Kristínarson hefur verið formaður félagsins frá upphafi. Kjartan Bragi Valgeirsson var þjálfari félagsins tímabilið 2006 en Konráð Þór Vilhjálmsson 2007 og 2008. Á haustdögum 2008 tók Þórður Vilberg Guðmundsson svo við starfinu.

Núverandi stjórn félagsins er svo skipuð:

 • Formaður: Ólafur Kristinn Kristínarson
 • Gjaldkeri: Einar Örn Hallgríms
 • Aðalritari: Páll Jóhannesson
 • Framkvæmdastjóri: Kjartan Bragi Valgeirsson
 • Dómsmálaráðherra: Atli Már Sigmarsson
 • Knattspyrnustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson

Leikmannahópur 2008[breyta | breyta frumkóða]

Leikmaður Fæðingarár Leikir í deild Leikir í bikar Mörk
Alexander Freyr Sigurðsson 1991
Amnaj Somsakul 1991
Andreas Sigurðsson 1990
Arnar Már Eiríksson
Arnar Guðnason 1987
Arnór Ari Sigurðsson 1990
Atli Már Sigmarsson 1987
Baldur Seljan Magnússon 1991
Bjarki Fannar Birkisson 1993
Björn Benedikt Benediktsson
Daði Petersson 1988
Davíð Brynjar Sigurjónsson
Edin Zutic
Einar Sverrir Björnsson
Einar Örn Hallgrímsson 1981
Eiríkur Ingi Jónsson 1992
Eyþór Stefánsson
Freyr Guðnason 1991
Guðmundur Rúnar Einarsson 1990
Heiðar Ingi Helgason 1984
Helgi Már Jónsson
Hilmar Benediktsson
Ifet Mesetovic
Ísak Örn Guðmundsson 1990
Jóhann Valgeir Davíðsson
Jóhann Örn Jónsson 1985
Jón Björgólfsson 1992
Jón Páll Pálmason
Karl Stephen Stock
Kjartan Orri Sigurðsson
Kjartan Bragi Valgeirsson 1988
Konráð Þór Vilhjálmsson 1991
Kristinn Bjarki Hjaltason 1983
Kristján Friðrik Larsen
Mateusz Szulc 1994
Óðinn Ómarsson
Ólafur Kristinn Kristínarson 1987
Páll Jóhannesson 1989
Sigurður Örn Sigurðsson 1982
Sigþór Óskarsson 1992
Sindri Freyr Jónsson 1990
Símon Benediktsson 1990
Stefán Kristinsson
Sveinn Brimir Björnsson
Sveinn Fannar Sæmundsson
Sölvi Fannar Ómarsson
Thomas Joshua Cox
Vignir Örn Ragnarsson 1982
Vilberg Marinó Jónasson
Þorri Guðmundsson
Ævar Valgeirsson 1990

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

 • Stærstu deildarsigrar: 0-17 gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
 • 6-0 gegn 06.Apríl 25. júní 2006 (sem Súlan)
 • 2-7 gegn 06.Apríl 16. júlí 2006 (sem Súlan)
 • 1-6 gegn Umf. Þristur 23.júní 2008
 • Stærsti heimasigur: 6-0 gegn 06.Apríl 25. júní 2006 (sem Súlan)
 • Stærsti útisigur: 0-17 gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
 • Stærstu deildartöp: 1-6 gegn UMFB 2008
 • 2-5 gegn Höttur B 2007
 • 2-5 gegn Boltafélag Norðfjarðar 2008
 • Fljótastur til þess að skora mark: Alexander Freyr Sigurðsson 2007 70 sek gegn HRV
 • Flestir Deildarleikir: 25, Kjartan Bragi Valgeirsson
 • Flest deildarmörk: 14, Ævar Valgeirsson
 • Flest deildarmörk á einu tímabili: 9,Ævar Valgeirsson , 2006
 • Flest mörk skoruð í einum leik: 4, Ævar Valgeirsson gegn KF. Fjarðaál 1. ágúst 2007
 • Flest mörk skoruð á tímabili (lið): 37, 2007
 • Fæst mörk skoruð á tímabili (lið) : 23, 2006 (Súlan)
 • Flest mörk fengin á sig á tímabili (lið) : 27, 2008
 • Fæst mörk fengin á sig á tímabili (lið) : 12, 2007
 • Flest stig á tímabili: 15 - 8 leikir 2007

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]