Knattspyrna með vináttu að markmiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Knattspyrna með vináttu að markmiði (rússneska: ФУТБОЛ ДЛЯ ДРУЖБЫ) er árleg alþjóðleg barnafélagsáætlun útfærð af PJSC Gazprom. Markmið áætlunarinnar er að rækta virðingu fyrir öðrum menningum og þjóðernum hjá börnum frá ýmsum löndum,  að hlúa að mikilvægum gildum og áhuga á heilbrigðum lífsstíl hjá yngri kynslóðinni í gegnum fótbolta[1]. Innan ramma áætlunarinnar, taka 12 ára gamlir knattspyrnumenn frá ýmsum löndum[2] þátt í árlegu alþjóðlegu barnamálþingi, Heimsmeistaramótinu í „Fótbolti fyrir vináttu“, Alþjóðlegum degi fótbolta og vináttu.[3] FIFA, UEFA, Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðaólympíunefndin og Alþjóðaólympíunefndin fatlaðra, þjóðarleiðtogar, forsætisráðherrar og knattspyrnusamtök ýmissa landa, alþjóðagóðgerðarsamtök, félagasamtök, leiðandi knattspyrnufélög heimsins veita áætlunni öflugan stuðning.[4] Alþjóðlegur skipuleggjandi áætlunarinnar er AGT Communications Group (Rússlandi).[5]

Saga [breyta | breyta frumkóða]

Fótbolti fyrir vináttu 2013[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta alþjóðlega barnamálþingið Fótbolti fyrir vináttu var haldið 25. maí 2013 í London. 670 börn frá 8 löndum tóku þátt í því: frá Búlgaríu, Stóra-Bretlandi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Grikklandi, Rússlandi, Serbíu og Slóveníu.[6] Fyrir hönd Rússlands komu 11 fótboltalið frá 11 rússneskum borgum þar sem leikir í Heimsmeistaramóti FIFA 2018 verða haldnir. Yngri lið Zenit, Chelsea, Schalke 04, Crvena Zvesta knattspyrnuliðanna, vinningshafar íþróttadags barna á Gazprom og vinningshafar Fakel hátíðarinnar tóku líka þátt í málþinginu.[7]

Á meðan á málþinginu stóð töluðu börnin við jafningja sína frá öðrum löndum og fræga knattspyrnumenn, og voru einnig við úrslitaleik í Meistaradeild UEFA 2012/20113 á Wembley leikvanginum.[8]

Niðurstöður málþingsins voru opið bréf þar sem börnin tóku saman átta gildi áætlunarinnar: vinátta, jafnrétti, réttlæti, heilbrigði, friður, tryggð, sigur og hefðir. Bréfið var seinna sent til forstöðumanna UEFA, FIFA og IOC. Í september 2013, á fundi með Vladimir Putin og Vitaly Mutko, staðfesti Sepp Blatter móttöku bréfsins og lýsti sig reiðubúinn til að styðja Fótbolta fyrir vináttu.[9]

Fótbolti fyrir vináttu 2014[breyta | breyta frumkóða]

Annað tímabil Fótbolti fyrir vináttu áætlunarinnar var haldið í Lissabon 23.-25. maí 2014 og mættu fleiri en 450 unglingar frá 16 löndum: Hvíta-Rússlandi, Búlgaríu, Stóra-Bretlandi, Ungverjalandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rússlandi, Serbíu, Slóveníu, Tyrklandi, Úkraínu, Frakklandi og Krótatíu. Unga knattspyrnufólkið tók þátt í alþjóðlega Fótbolti fyrir vináttu málþinginu, móti í götufótbolta og var við úrslitaleikinn í Meistaradeild UEFA 2013/2014.[10]

Sigurvegari í alþjóðlega götuboltamótinu 2014 var unglingalið Benfica (Portúgal).[10]

Niðurstaða annars tímabils áætlunarinnar var kosning leiðtoga Fótbolti fyrir vináttu hreyfingarinnar. Það var Felipe Suarez frá Portúgal. Sem leiðtogi hreyfingarinnar heimsótti hann níunda alþjóðlega ungmenna fótboltamótið, í júní 2014, í minningu Yuri Andreyevich Morozov.[11]

Fótbolti fyrir vináttu 2015[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja tímabil alþjóðlegu félagsáætlunarinnar Fótbolti fyrir vináttu var haldið í júní 2015 í Berlín. Ungir þátttakendur frá Asíu,  barnaknattspyrnulið frá Japan, Kína og Kasakstan, tóku þátt í áætluninni í fyrsta skipti. Í heildina tóku ungmennalið frá 24 fótboltaliðum frá 24 löndum þátt í þriðja tímabilinu.[12]

Unga knattspyrnufólkið talaði við jafningja sína frá öðrum löndum og stjörnur fótboltaheimsins, þ.m.t. alþjóðlegan sendiherra áætlunarinnar Franz Beckenbauer, og tók einnig þátt í alþjóðlega götuboltamótinu á milli ungmennaliða.[12] Sigurvegari í alþjóðlega götuboltamótinu 2015 var unglingalið Rapid (Austurríki).

Um 200 fréttamenn frá helstu fréttaveitum heimsins, auk 24 ungra fréttamanna frá Evrópu og Asíu, sem voru meðlimir í Alþjóðlegu fréttamiðstöð barna, fjölluðu um atburði þriðja tímabils Fótbolti fyrir vináttu áætlunarinnar.[12]

Hámark 2015 var verðlaunaafhending Níu gilda bikarsins, sem féll í hendur Barcelona knattspyrnufélagsins (Spánn). Sigurvegarinn var valinn af börnunum sem tóku þátt í alþjóðlegri kosningu í öllum 24 löndum sem tóku þátt kvöldið fyrir málþingið.[13]

Við lok málþingsins fylgdu allir þátttakendur hefðinni um að vera viðstaddir úrslitaleikinn í Meistaradeild UEFA 2014/2015 á Ólympíuleikvellinum í Berlín.[14]

Fótbolti fyrir vináttu 2016[breyta | breyta frumkóða]

Alþjóðlegu barnafélagsáætluninni Fótbolti fyrir vináttu 2016 var hleypt af stokkunum sem hluta af Hangout blaðamannafundi á netinu sem haldinn var 24. mars í München með þátttöku alþjóðlega sendiherrans frá Franz Beckenbauer áætluninni.[15]

Á fjórða tímabili áætlunarinnar, slógust 8 ný ungmennalið frá Aserbaísjan, Algeríu, Armeníu, Argentínu, Brasilíu, Víetnam, Kirgistan og Sýrlandi í hópinn, þannig að heildarfjöldi þátttökulanda náði 32.[16]

Þann 5. apríl 2016 hófst kosning um einstaka verðlaunagripinn, Níu gilda bikarinn. Aðdáendur um allan heim tóku þátt í að velja sigurvegarann, en loka ákvörðunina tóku þátttakendur í Fótbolti fyrir vináttu áætluninni með kosningu. Knattspyrnuliðið Bayern (München) vann bikarinn. Þátttakendur í Fótbolti fyrir vináttu nefndu starfsemi liðsins við að liðsinna börnum með sérþarfir, auk frumkvæðis þeirra að því að veita börnum í mismunandi löndum meðferð og hjálpa þeim sem eru í neyð.[17]

Fjórða alþjóðlega barnamálþing Fótbolta fyrir vináttu og lokaleikurinn í alþjóðlega götuboltamótinu átti sér stað á 27.-28. maí 2016 í Mílanó.  Sigurvegari mótsins var Maribor liðið frá Slóveníu. Við lok málþingsins fylgdu þátttakendur þeirri hefðað vera viðstaddir úrslitaleikinn í Meistaradeild UEFA. Meira en 200 blaðamenn frá helstu fréttamiðlum heimsins, auk ungra fréttamanna frá þátttökulöndunum í gegnum Alþjóðlegu fréttamiðstöð barna, fjölluðu um atburði málþingsins.[18]

Ungir fótboltamenn frá sýrlenska liðinu Al-Wahda tóku þátt í fjórða tímabili Fótbolti fyrir vináttu, sem var fordæmislaust. Það að sýrlenska liðið tók þátt sem og heimsókn sýrlenskra barna á atburðina í Mílanó var mikilvægt skref í átt að því að vinna bug á einangrun landsins frá hjálparstarfi. Ritstjórnarhópur arabískra íþróttafrétta hjá alþjóðlegu sjónvarpsstöðinni Russia Today, með stuðningi Sýrlenska knattspyrnusambandsins, tók upp heimildarmyndina „Þrír dagar án stríðs“ um börnin sem tóku þátt í verkefninu. Þann 14. september 2016, komu meira en 7.000 gestir á frumsýningu myndarinnar í Damaskus.[19]

Fótbolti fyrir vináttu 2017[breyta | breyta frumkóða]

Vettvangurinn fyrir alþjóðlegu barnafélagsáætlunina Fótbolti fyrir vináttu árið 2017 var St. Pétursborg (Rússlandi) og loka atburðirnir voru haldnir þar frá 26. júní til 3. júlí.[20]

Árið 2017 fjölgaði þátttökulandum úr 32 upp í 64. Í fyrsta skipti tóku börn frá Mexíkó og Bandaríkjunum þátt í Fótbolti fyrir vináttu áætluninni. Þannig að verkefnið sameinaði unga leikmenn frá fjórum álfum — Afríku, Evrasíu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.[21]

Á fimmta tímabili var áætlunin framkvæmd í samræmi við nýja hugmynd: einn ungur knattspyrnumaður frá hverju landi var valinn til að koma fram fyrir hönd þess.  Krakkarnir sameinuðust í átta alþjóðlegum vináttuliðum, sem voru samsett af 12 ára gömlum strákum og stelpum, að meðtöldum þeim sem eru fatlaðir.[22]

Dregið var um landasamsetningu hvers liðs og leikstöðu fulltrúa þátttökulandanna. Drátturinn var haldinn í beinni útsendingu á netinu. Ungir þjálfarar voru yfir hverju liði: Rene Lampert (Slóveníu), Stefan Maksimovich (Serbíu), Brandon Shabani (Stóra-Bretlandi), Charlie Sui (Kína), Anatoly Chentuloyev (Rússlandi), Bogdan Krolevetsky (Rússlandi), Anton Ivanov (Rússlandi), Emma Henschen (Hollandi). Liliya Matsumoto (Japan), fulltrúi alþjóðlegrar fréttamiðstöðvar Fótbolta fyrir vináttu tók einnig þátt í útdrættinum.[23]

Vinningshafi heimsbikarsins í Fótbolti fyrir vináttu 2017 var „appelsínugula“ liðið, sem var með ungan þjálfara og unga knattspyrnumenn frá níu löndum: Rene Lampert (Slóveníu), Hong Jun Marvin Tue (Singapúr), Paul Puig I Montana (Spáni), Gabriel Mendoza (Bólivíu), Ravan Kazimov (Aserbaísjan), Khrisimir Stanimirov Stanchev (Búlgaríu), Ivan Agustin Casco (Argentínu), Roman Horak (Tékklandi), Hamzah Yusuf Nuri Alhavvat (Líbíu).[23]

Á alþjóðlegt barnamálþing Fótbolta fyrir vináttu mættu Viktor Zubkov (formaður stjórnar PJSC Gazprom) [38], Fatma Samura (aðalritari FIFA), Philippe Le Flock (stjóri markaðsmála FIFA), Giulio Baptista (brasilískur knattspyrnumaður), Ivan Zamorano (framherji frá Chile), Alexander Kerzhakov (rússneskur knattspyrnumaður) og aðrir gestir sem kölluðu eftir eflingu helstu manngilda á meðal yngri kynslóðanna.[24]

Árið 2017 safnaði verkefnið saman yfir 600.000 manns og meira en 1.000 börn og fullorðnir frá 64 löndum voru við lokaatburðina í St. Pétursborg.[25]

Fótbolti fyrir vináttu 2018[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2018 var «Fótbolti fyrir vináttu» áætlunin haldin frá 15. febrúar til 15. júní í Rússlandi í sjötta sinn. Úrslitaviðburðir fóru í Moskvu rétt á undan HM FIFA 2018. Þátttakendur í verkefninu eru meðal annars ungir knattspyrnumenn og blaðamenn frá 211 löndum og svæðum heimsins[26]. Opinbert upphaf áætlunarinnar árið 2018 var opinn dráttur fyrir «Fótbolti fyrir vináttu» í beinni útsendingu en 32 knattspyrnulið — Alþjóðleg vináttulið voru búin til í samræmi við þennan útdrátt.[27]

Árið 2018 innan umhverfishlutverks  voru Alþjóðlegu vináttuliðin nefnd eftir fágætum dýrategundum í útrýmingarhættu:

African Elephant

Komodo Dragon

Kipunji

Big Turtle

Dama Gazelle

Cheetah

Rhinoceros

Angel Shark

Polar Bear

Lemur

Grizzly Bear

Whale Shark

Three-Toed Sloth

King Cobra

Chimpanzee

Gharial

Western Gorilla

Imperial Woodpecker

Saiga

Blond Capuchin

Koala

Siberian Tiger

Grévy's Zebra

Orangutan

Giant Panda

Magellanic Penguin

Rothschild's Giraffe

Humpback Whale

African Wild Dog

Lion

Hippopotamus

Galápagos Sea Lion

Innan ramma umhverfishlutverks árið 2018 hófst 30. maí alþjóðaverkefni Happy Buzz Day  sem hvetur alþjóðasamfélagið til að styðja samtökin sem hjálpa fágætum dýrategundum. Þjóðgarðar og friðlönd Rússlands, Bandaríkjanna, Nepals og Bretlands bættust við í hóp stuðningsmanna verkefnisins.[28] Á meðan á úrslitaviðburðum áætlunarinnar „Fótbolti fyrir vináttu“ stóð, fóru þátttakendur í Moskvu með umhverfisvænum strætóum sem notuðu jarðgas í stað bensíns.[29]

Lönd og svæði sem taka þátt í Fótbolti fyrir vináttu áætluninni 2018:

1. Ástralía

2. Austurríki

3. Aserbaísjan

4. Algería

5. Bandarísku Jómfrúreyjar

6. Bandaríska Samóa

7. Angvilla

8. Antígva og Barbúda

9. Egyptaland

10. Argentína

11. Arúba

12. Barbados

13. Belís

14. Bermúdaeyjar

15. Venesúela

16. Bosnía og Hersegóvína

17. Bresku Jómfrúreyjar

18. Búrkína Fasó

19. Lúxemborg

20. Ungverjaland

21. Úrúgvæ

22. Gabon

23. Gínea

24. Gíbraltar

25. Brúnei

26. Ísrael

27. Katar

28. Kúveit

29. Líbía

30. Palestína

31. Grenada

32. Grikkland

33. Georgía

34. Tímor-Leste

35. Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

36. Saó Tóme og Prinsípe

37. Srí Lanka

38. Dóminíska lýðveldið

39. Jórdanía

40. Afganistan

41. Íran

42. Máritanía

43. Ítalía

44. Jemen

45. Cayman-eyjar

46. Kanada

47. Kína

48. Taívan

49. Andorra

50. Liechtenstein

51. Gvæjana

52. Norður-Kórea

53. Barein

54. Belgía

55. Bútan

56. Danmörk

57. Spánn

58. Kambódía

59. Lesótó

60. Marokkó

61. Holland

62. Noregur

63. Sádi Arabía

64. Svasíland

65. Tæland

66. Tonga

67. Svíþjóð

68. Kirgistan

69. Curaçao

70. Laos

71. Lettland

72. Líbanon

73. Litháen

74. Malasía

75. Maldívur

76. Mexíkó

77. Bólivía

78. Mongólía

79. Montserrat

80. Bangladess

81. Papúa Nýja-Gínea

82. Samóa

83. Nýja-Sjáland

84. Nýja-Kaledónía

85. Tansanía

86. Sameinuðu arabísku furstadæmin

87. Cooks-eyjar

88. Turks- og Caicos-eyjar

89. Albanía

90. Angóla

91. Armenía

92. Hvíta-Rússland

93. Benín

94. Búlgaría

95. Botsvana

96. Búrúndí

97. Vanúatú

98. Haítí

99. Gambía

100. Gana

101. Gvatemala

102. Gínea-Bissaú

103. Hondúras

104. Djibútí

105. Sambía

106. Simbabve

107. Indland

108. Indónesía

109. Írak

110. Írland

111. Ísland

112. Kasakstan

113. Kenía

114. Kýpur

115. Kolumbía

116. Lýðveldið Kongó

117. Suður-Kórea

118. Kósóvó

119. Kosta Ríka

120. Fílabeinsströndin

121. Kúba

122. Líbería

123. Máritíus

124. Madagaskar

125. Makedónía

126. Malaví

127. Malí

128. Malta

129. Mósambík

130. Moldóva

131. Namibía

132. Níger

133. Níkaragva

134. Grænhöfðaeyjar

135. Pakistan

136. Panama

137. Paragvæ

138. Perú

139. Pólland

140. Portúgal

141. Rúanda

142. San Marínó

143. Seychelles-eyjar

144. Senegal

145. Serbía

146. Singapúr

147. Slóvenía

148. Myanmar

149. Súdan

150. Súrínam

151. Síerra Leóne

152. Tadsíkistan

153. Trínidad og Tóbagó

154. Túrkmenistan

155. Úganda

156. Úsbekistan

157. Fiji

158. Filippseyjar

159. Króatía

160. Tjad

161. Svartfjallaland

162. Chile

163. Ekvador

164. Miðbaugs-Gínea

165. El Salvador

166. Suður-Súdan

167. Kamerún

168. Rússland

169. Rúmenía

170. Hong Kong

171. Púertó Ríkó

172. Norður-Írland

173. Sankti Vinsent og Grenadínur

174. SanktaLúsía

175. Sýrland

176. Slóvakía

177. Bahama-eyjar

178. Dóminíka

179. Stóra-Bretland

180. Bandaríkin

181. Salómonseyjar

182. Víetnam

183. Kómorur

184. Makaó

185. Óman

186. Tahítí

187. Gvam

188. Tógó

189. Túnis

190. Tyrkland

191. Úkraína

192. Wales

193. Færeyjar

194. Nepal

195. Eþíópía

196. Brasilía

197. Þýskaland

198. Nígería

199. Sómalía

200. Sankti Kitts og Nevis

201. Finnland

202. Frakkland

203. Mið-Afríkulýðveldið

204. Tékkland

205. Sviss

206. Skotland

207. Eritrea

208. Eistland

209. Suður-Afríka

210. Jamaíka

211. Japan

32 Alþjóðlegu vináttuliðin tóku þátt í Heimsmeistaramótinu „Fótbolti fyrir vináttu“ árið 2018. Þulurinn úrslitaleiksins var Ungi þulurinn frá Sýrlandi Yazn Taha[30], dómarinn í leiknum var Ungi Dómarinn frá Rússlandi Bogdan Batalin.[31]

Vináttuliðið „ Chimpanzee“ sem samanstendur af Ungum knattspyrnumönnum frá Dóminíkanska lýðveldinu,  Sankti Kristófer og  Nevis, Malavi, Kólumbíu, Benín og  Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er orðið sigari Heimsmeistaramótsins „Fótbolti fyrir vináttu“ árið 2018. Þátttakandi frá Saransk Vladislav Polyakov[32] var þjálfari liðsins.

Úrslitaviðburður sjöttu áætlunarinnar varð Alþjóðlega barnamálþingið „Fótbolti fyrir vináttu“ sem var haldið 13. júní í Haffræði-og Sjávarlíffræði miðstöð „Moskvarium“. Viktor Zubkov (stjórnarformaður PJSC Gazprom), Olga Golodez (aðstoðarforsætisráðherra Rússlands), Iker Casillas (spænskur knattspyrnumaður, fyrrverandi fyrirliði spænska landsliðsins), Alexandr Kerzhakov (rússneskur knattspyrnumaður, þjálfari landsunglingaliðs Rússlands) og 54 fulltrúar sendiráða frá öllum heimi og aðrir gestir heimsóttu Moskvarium.[33]

Bestu Ungu Knattspyrnumenn sjöttu áætlunarinnar „Fotbolti fyrir vináttu“ Deo Calenta Mwenze frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (besti framlínumaðurinn), Yamiru Ouru frá Benín (besti miðjumaðurinn), Ivan Volynkin frá Wales (besti markvörðurinn) og Gustavo Sintra Rocha frá Brasilíu (MVP) voru verðlaunaðir.[34]

Sheqayli Ascencion frá Aruba varð Besti Ungi blaðamaðurinn áætlunarinnar „Fótbolti fyrir vináttu“ árið 2018. Stelpan er með bloggið þar sem hún hvetur fólk til umhverfisvitundar.[34]

Þátttakandi síðasta ársins Anaña Cambodge frá Indlandi kynnti bókina  sína og gaf eiginhandaráritun innan ramma barnamálþingsins.[35] Eftir fimmtu áætlunarinnar „Fótbolti fyrir vináttu“ árið 2017 skrifaði  Anaña bókina „My journey from Mohali to St. Petersburg“ um reynslu Unga Blaðamannsins. Hún skrifaði um Níu gildi áætlunarinnar sem hjálpa að breyta heiminum.

14. júní á eftir Alþjóðlega barnamálþingið „Fótbolti fyrir vináttu“ var búið tóku Ungu knattspyrnumenn þátt í opnunarathöfn Heimsmeistaramótsins FIFA 2018 í Rússlandi. Á íþróttavellinum „Luzhniki“ lyftu börnin fána allra 211 landa og svæða sem tóku þátt í áætlunni þetta árið.[36] Á eftir horfðu ungu þátttakendur „Fótbolta fyrir vináttu“ á leik milli landsliða Rússlands og Sádi Arabíu.

Forseti Rússneska sambandsríkisins Vladimir Putin bauð Unga sendiherrann „Fótbolta fyrir vináttu“ frá Rússlandi Albert Zinnatov til sín til á horfa á opnunarleikinn. Þar spjallaði strákurinn við Fótboltaheimsmeistara frá Brasilíu Roberto Carlos og líka spænskan knattspyrnumann Iker Casillas.[37]

Fleiri en 1500 börn og unglingar frá 211 löndum og svæðum tóku þátt í lokaathöfnum í Moskvu. Samanlagt innan ramma sjöttu áætlunarinnar voru skipulaggðir fleiri en 180 viðburðir og fleiri en 240 þúsund börn tóku þátt í þeim.[38]

Árið 2018 fékk áætlunin öflugan stuðning yfirvalda. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands Olga Golodez heilsaði þátttakendum Alþjóðlega barnamálþingsins fyrir hönd forseta Vlamidir Putin.[39]

Forsætisráðherra Rússneska sambandsríkisins Dmitry Medvedev sendi símskeyti til að heilsa þátttakendum og gestum sjötta Alþjóðlega barnamálþingsins „Fótbólti fyrir vináttu“.[40]

Formlegur fulltrúi Utanríkisráðuneytisins Maria Zakharova athugaði innan ramma kynningarfundarins  þann 23. maí að áætlunin „Fótbolti fyrir vináttu“ væri skilgreind núna sem mikilvægt mannlúðlegt atriði af alþjóðlegri félagsmálastefnu Rússlands.[41]

Samkvæmt hefð fékk áætlunin „Fótbolti fyrir vináttu“ stuðning frá FIFA. Stofnunin athugaði að fjöldi þátttakenda og gesta lokaviðburða í Moskvu næmi 5000 menn.[42]

Fótbolti fyrir vináttu 2019[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2019 var ákveðið að halda upp á lykilviðburðina sjöundu áætlunarinnar „Fótbolti fyrir vináttu“ í Madrid frá 28. maí til 2. júní.  Eins og árið 2018, innan umhverfishlutverks var ákveðið að nefna liðin eftir fágætum dýrategundum og tegundum í útrýmingarhættu.[43]

Heimsmeistaramótið í fótbolta fyrir vináttu[breyta | breyta frumkóða]

Alþjóðlega barnafótboltamótið er haldið innan ramma Fótbolti fyrir vináttu áætlunarinnar. Lið sem taka þátt í mótinu - vináttulið - eru ákveðin með opnum drætti. Liðin eru skipulögð í samræmi við grundvallaratriði fótbolta fyrir vináttu: íþróttafólk af mismunandi þjóðerni, kyni og líkamlegri getu spila saman í liði.[44]

Alþjóðlegt barnamálþing Fótbolta fyrir vináttu[breyta | breyta frumkóða]

Á árlega alþjóðlega barnamálþingi Fótbolta fyrir vináttu ræða ungir þátttakendur í verkefninu ásamt fullorðnum eflingu og þróun gilda verkefnisins á heimsvísu. Á meðan á málþinginu stendur hittast börn og spjalla við jafningja sína frá öðrum löndum, fræga knattspyrnumenn, fréttamenn og opinberar persónur, og verða einnig ungir sendiherrar sem munu í framtíðinni halda áfram að kynna allsherjar gildi fyrir jafningjum sínum.[45]

Alþjóðleg fréttamiðstöð barna[breyta | breyta frumkóða]

Einstakt atriði Fótbolti fyrir vináttu áætlunarinnar er Alþjóðleg fréttamiðstöð barna. Hún var fyrst skipulögð undir Fótbolti fyrir vináttu áætluninni árið 2014. Ungir blaðamenn í fréttamiðstöðinni fjalla um áætlunina í löndum sínum: þeir undirbúa fréttir fyrir lands- og alþjóðlega íþróttafréttamiðla, taka þátt í að búa til efni fyrir Fótbolti fyrir vináttu sjónvarpsrásina, barna Fótbolti fyrir vináttu fréttablaðið og opinbera útvarpsstöð áætlunarinnar. Alþjóðleg fréttamiðstöð barna sameinar vinningshafa í Besti ungi blaðamaðurinn landskeppnum, unga bloggara, ljósmyndara og höfunda. Ungir blaðamenn frá fréttamiðstöðinni kynna sína sýn innan áætlunarinnar, og útfæra þannig „börn fyrir börn“.[46]

Alþjóðlegur dagur fótbolta og vináttu[breyta | breyta frumkóða]

Undir Fótbolti fyrir vináttu áætluninni er alþjóðlegum degi fótbolta og vináttu fagnað 25. apríl. Þessum degi var fagnað fyrst árið 2014 í 16 löndum. Á þessum degi áttu sér stað vináttuleikir, hittingar, útvarpsmaraþon, námskeið, sjónvarpsþættir, opnar þjálfunarlotur, o.s.frv. Meira en 50.000 manns tóku þátt í fögnuðinum.[47]

Árið 2015 var Fótbolta og vináttu deginum fagnað í 24 löndum. Á meðan á hátíðinni stóð voru vináttuleikir í fótbolta og aðrir atburðir. Í Þýskaland hélduSchalke 04 knattspyrnumenn opnar þjálfunarlotur, Serbía var með sjónvarpsþátt og Úkraína hélt leik á milli ungmennaliðs Voly FC og barna sem eru skráð hjá þjónustumiðstöð miðborgar Lutsk fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni.[48]

Í Rússlandi var degi fótbolta og vináttu fagnað þann 25. apríl í 11 borgum. Vináttuleikir í fótbolta voru haldnir í Vladivostok, Novosibirsk, Yekaterinburg, Krasnoyarsk, Barnaul, St. Pétursborg og Saransk, til að minnast helstu gilda áætlunarinnar. Í Krasnoyarsk, Sochi og Rostov-on-Don var vináttuboðhlaup haldið með þátttöku kyndilbera úr ólympíukyndilsboðhlaupinu 2014. Í Moskvu, með stuðningi Íþróttasambands blindra, var jafnréttisíþróttamót skipulagt. Þann 5. maí var degi fótbolta og vináttu fagnað í Nizhny Novgorod og Kazan.[10]

Árið 2016 var Fótbolta og vináttu deginum fagnað í 32 löndum . Í Rússlandi var honum fagnað í níu borgum: Moskvu, St. Pétursborg, Novosibirsk, Barnaul, Birobidzhan, Irkutsk, Krasnodar, Nizhny Novgorod og Rostov-on-Don. Nizhny Novgorod hélt vináttuleik fyrir unga knattspyrnumenn frá Volga FC og fullorðnir leikmenn liðsins stjórnuðu upphitun og æfingu fyrir börnin. Í vináttuleik í Novosibirsk tóku fötluð börn, úr Yermak-Sibir liðinu á Novosibirsk svæðinu, þátt.[17]

Árið 2017 var Fótbolta- og vináttudeginum fagnað í 64 löndum. Frægir knattspyrnumenn, þ.m.t. serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovich og hollenski framherjinn Dirk Kuyt, tóku þátt í atburðum um allan heim. Í Grikklandi mætti Theodoras Zagorakis á atburðinn, en hann varð Evrópumeistari með landsliði sínu árið 2004. Í Rússlandi, hélt Zenit FC sérstaka þjálfunarlotu fyrir Zakhar Badyuk, unga sendiherra Fótbolta fyrir vináttu áætlunina árið 2017. Á æfingunni gaf markvörður Zenit FC, Yury Lodygin, hæfileikum Zakhar háa einkunn og deildi með honum leyndardómum markvörslu.[23]

Níu gildi „Fótbolta fyrir vináttu“[breyta | breyta frumkóða]

Innan ramma Fyrsta Alþjóðlega barnamálþingsins, sem var haldið 25. maí árið 2013, tilgreinuðu Ungu Sendiherrarnir frá Stóra-Bretlandi, Þýskalandi, Slóveníu, Ungverjalandi, Serbíu, Búlgaríu, Grikklandi og Rússlandi fyrstu átta gildi áætlunarinnar - vináttu, jafnrétti, réttlæti, heilbrigði, frið, tryggð, sigur og hefðir – sem voru tilkynnt í Opna bréfinu. Bréfið hefur verið sent til formanna alþjóðlegra íþróttasamtaka:Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA), Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Í september 2013 á fundi með Vladimir Putin og Vitaliy Mutko staðfesti Joseph Blatter að hann hefði fengið bréfið og tilkynnti að hann væri tilbúinn til að veita „Fótbolta fyrir vináttu“ stuðning[11].

Árið 2015 gerðust Kína, Japan og Kasakstan félagi í áætlunni „Fótbolti fyrir vináttu“ og báru fram tillögu um að bæta við níunda gildinu – heiðri.[49]

Níu gilda bikarinn[breyta | breyta frumkóða]

Níu gilda bikarinn er verðlaun Alþjóðlega barnafélagsáætlunar Fótbolta fyrir vináttu. Á hverju ári er bikarinn veittur þeim sem best sýna af sér gildi verkefnisins: vináttu, jafnrétti, réttlæti, heilbrigði, frið, tryggð, sigur, hefðir og heiður. Aðdáendur um allan heim taka þátt í að velja sigurvegarann, en lokaákvörðunin er tekin af þátttakendum í Fótbolti fyrir vináttu áætluninni með kosningu. Knattspyrnulið sem hafa fengið Níu gilda bikarinn: Barcelona (2015), Bayern München (2016), Al Wahda (sérstök verðlaun), Real Madrid (2017).[50]

Vináttuarmband[breyta | breyta frumkóða]

Allir atburðir Fótbolta fyrir vináttu áætlunarinnar byrja með því að skipst er á vináttuarmböndum, tákn fyrir jafnrétti og heilbrigðan lífsstíl. Armbandið samanstendur af tveimur þráðum, bláum og grænum, og hver sem deilir gildum áætlunarinnar getur borið það.[51]

Samkvæmt Franz Beckenbauer:

„Merki hreyfingarinnar er tvílitt armband, það er jafn einfalt og skiljanlegt og eðlislæg gildi Fótbolti fyrir vináttu áætlunarinnar.

Ungir þátttakendur í áætluninni hafa bundið vináttuarmbandið um úlnliði frægra íþróttamanna og opinberra persóna, þ.m.t.: Dick Advocaat, Anatoly Timoshchuk og Luis Netu, Franz Beckenbauer, Luis Fernandev, Didier Drogba, Max Meyer, Fatma Samura, Leon Gorecka, Domenico Krishito, Michel Salgado, Alexander Kerzhakov, Dimas Pirros, Miodrag Bozovic, Adelina Sotnikova, Yuri Kamenets.[52]

Athafnir þátttakenda á milli tímabila[breyta | breyta frumkóða]

Ungir knattspyrnumenn úr Fótbolti fyrir vináttu áætluninni taka þátt í ýmsum atburðum utan tímabilsins. Í maí 2013, héldu leikmenn ungmennaliðs Maribor (Slóveníu) góðgerðarleik við börn frá Kambódíu[53]. Þann 14. september 2014 í Sochi, töluðu rússneskir þátttakendur við Vladimir Putin á meðan á fundi rússneska forsetans og forseta FIFA, Sepp Blatter, stóð.[54] Í júní 2014, bauð Francois Hollande forseti Frakklands Taverni liðinu, meðlimi í Fótbolti fyrir vináttu áætluninni, til Elysee-hallar til að horfa á Heimsmeistaramóts FIFA 2014 leik á milli Frakkland og Nígeríu. Í apríl 2016, hitti Yuri Vashchuk, sendiherra Fótbolta fyrir vináttu áætlunarinnar 2015 sterkasta mann Hvíta-Rússlands, Kirill Shimko, og ungir knattspyrnumenn frá BATE FC til að deila reynslu þeirra af að taka þátt í verkefninu. Yuri Vashchuk gaf Kirill Shimko táknrænt vináttuarmband, og kom þannig áfram til hans keflinu til að efla hugsjónir verkefnisins: vinátta, réttlæti, heilbrigður lífsstíll.[54]

Verðlaun og vinningar[breyta | breyta frumkóða]

Fótbolti fyrir vináttu áætlunin hefur unnið ýmsar samkeppnir og er handhafi þó nokkurra rússneskra og alþjóðlegra verðlauna. Á meðal þerra eru: „Besta félagslega verkefnið í Rússlandi“ í flokknum „Þróun alþjóðlegrar samvinnu“, Gullnu fjöður International Association of Business Communicators (IABC) í flokknum „Félagsleg ábyrgð fyrirtækja“ (2016), Saber-verðlaunin í flokknum „Besta félagslega verkefnið á plánetunni“ (2016), Drum Social Buzz verðlaunin í flokknum „Besta alþjóðlega áætlunin“ (2017)[55], Alþjóðasinna verðlaunin fyrir frumlega stafræna markaðssetningarlausn í flokknum „besta fjölmiðlastefnan“ (2017)[56], „Silfur bogaskyttan“ í flokknum „besta félagslega verkefnið í Rússlandi“ (2018) og Grand Prix „Silfur bogaskyttan“ (2018).

 1. https://www.sportindustry.biz/news/football-friendship-project-returns
 2. inserbia.info/today/2014/04/gazproms-football-for-friendship-2014
 3. www.newswire.ca/en/story/1505319/europe-and-asia-to-meet-within-football-for-friendship-international-children-s-social-project-of-gazprom
 4. "Футбол для дружбы" 2018: объявлены имена участников программы от России!“. www.sport-express.ru. 25. apríl 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 5. www.prnewswire.com/news-releases/young-football-players-from-24-countries-of-europe-and-asia-meet-at-third-international-childrens-football-for-friendship-forum-506472841.html
 6. www.london24.com/sport/football/clubs/chelsea/chelsea_and_minister_for_sport_hugh_robertson_back_football_for_friendship_programme_1_2192621
 7. https://archive.is/20150515191023/http:/fcbusiness.co.uk/news/article/newsitem=2379/title=franz+beckenbauer+kicks+off+gazprom%92s+%91football+for+friendship%92+campaign
 8. www.ntv.ru/sport/627113
 9. https://web.archive.org/web/20150522173321/http:/www.epochtimes.de/service/vladimir-putin-und-fifa-praesident-joseph-s-blatte-bei-football-for-friendship-222
 10. 10,0 10,1 10,2 www.euronews.com/2014/05/27/football-for-friendship-teaching-values-through-football
 11. 11,0 11,1 www.lazionews.eu/settore-giovanile/oltre-450-ragazzi-riuniti-da-gazprom-in-occasione-del-secondo-forum-internazionale-football-for-friendship/
 12. 12,0 12,1 12,2 www.noodls.com/viewNoodl/28582380/oao-gazprom/young-football-players-from-24-countries-of-europe-and-asia-
 13. www.prnewswire.com/news-releases/young-football-players-from-24-countries-of-europe-and-asia-meet-at-third-international-childrens-football-for-friendship-forum-506472841.html
 14. www.prnewswire.com/news-releases/young-football-players-from-24-countries-of-europe-and-asia-meet-at-third-international-childrens-football-for-friendship-forum-506472841.html
 15. www.mirror.co.uk/sport/football/news/franz-beckenbauer-reveals-hes-barcelona-7695610
 16. www.sgb-sports.com/index.php/fourth-gazprom-football-for-friendship-project-launches/
 17. 17,0 17,1 rbth.com/sport/2016/06/01/gazprom-brings-soccer-crazy-kids-to-milan-for-uefa-champions-league-final_599353
 18. www.euronews.com/2016/05/31/football-for-friendship-syrian-youth-team-make-tournament-debut-in-milan/
 19. www.euronews.com/2016/05/31/football-for-friendship-syrian-youth-team-make-tournament-debut-in-milan
 20. www.live5news.com/story/34934258/fifth-season-of-gazproms-football-for-friendship-international-childrens-project-launched
 21. www.wboc.com/story/34934258/fifth-season-of-gazproms-football-for-friendship-international-childrens-project-launched
 22. www.abc6.com/story/34934258/fifth-season-of-gazproms-football-for-friendship-international-childrens-project-launched
 23. 23,0 23,1 23,2 www.newswit.com/.gen/2017-03-17/bafb838790ea60129b53d1add5e4ee99/
 24. www.euronews.com/2017/07/06/football-brings-kids-together
 25. stomp.straitstimes.com/singapore-seen/12-year-old-sporean-messi-wins-global-football-contest-in-russia
 26. www.euronews.com/2018/02/16/football-for-friendship-sets-stage-for-2018-world-cup
 27. www.thedailystar.net/sports/football/time-defender-bangladesh-1543027
 28. www.chronicle.co.zw/russia-opportunity-for-zim-youngsters/
 29. www.africanews.com/2018/02/17/football-for-friendship-draw-held-ahead-of-the-2018-world-cup//
 30. „Шикарный футбол, крепкая дружба!“. Советский спорт (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 31. „Их подружил футбол“. Советский спорт (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 32. „Юный тренер из России стал чемпионом мира по "Футболу для дружбы". www.sport-express.ru. 13. júní 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 33. „Море счастья, дружбы и футбола!“. www.sport-express.ru. 29. júní 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 34. 34,0 34,1 „Шикарный футбол, крепкая дружба!“. Советский спорт (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 35. „Море счастья, дружбы и футбола!“. www.sport-express.ru. 29. júní 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 36. „Юные послы "Футбола для дружбы" приняли участие в церемонии открытия ЧМ-2018“. Спорт РИА Новости (rússneska). 20180615T2036+0300Z. Sótt 12. apríl 2019.
 37. „Юный посол "Футбола для дружбы" встретился с президентом России на ЧМ в Москве“. www.sport-express.ru. 21. júní 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 38. „Участники "Футбола для дружбы" из 211 стран и регионов прибыли в Москву“. www.sport-express.ru. 9. júní 2018. Sótt 12. apríl 2019.
 39. regnum.ru https://regnum.ru/news/2430800.html. Sótt 12. apríl 2019.
 40. „Участникам и гостям Международного детского форума «Футбол для дружбы»“. government.ru (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 41. „Брифинг официального представителя МИД России М.В.Захаровой, Москва, 23 мая 2018 года“. www.mid.ru (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 42. FIFA.com. „2018 FIFA World Cup Russia™ - News - 211 countries and regions take part in the Sixth International Football for Friendship Children’s Forum - FIFA.com“. www.fifa.com (enska). Sótt 12. apríl 2019.
 43. „Сегодня стартует седьмой сезон социальной программы «Футбол для дружбы»“. www.championat.com (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 44. rbth.com/sport/2014/05/30/big_soccer_for_little_europeans_37075.html
 45. www.fifa.com/confederationscup/news/y=2017/m=8/news=confed-cup-hosts-friendship-forum-2902692.html
 46. www.financialexpress.com/india-news/mission-xi-million-picks-chandigarh-girl-ananya-kamboj/689736/
 47. https://web.archive.org/web/20150522194216/http:/theindependent.sg/blog/2015/04/27/kids-from-24-countries-in-europe-and-asia-are-celebrating-international-day-of-football-and-friendship/
 48. rbth.com/multimedia/2015/05/12/the-international-day-of-football-and-friendship_95713?crid=325359
 49. User, Super. „В рамках программы «Футбол для дружбы» учрежден Кубок «Девяти ценностей»“. www.joblenobl.ru (rússneska). Sótt 12. apríl 2019.
 50. www.euronews.com/2017/07/17/f4f-nine-values-cup-2017-goes-to-real-madrid
 51. https://www.theguardian.com/football/2015/apr/26/said-and-done-blatter-putin-david-cameron
 52. https://www.theguardian.com/football/2015/apr/26/said-and-done-blatter-putin-david-cameron
 53. sport.rbc.ru/article/172216/
 54. 54,0 54,1 en.kremlin.ru/events/president/news/19222
 55. www.socialbuzzawards.com/social-buzz-awards-2017/best-international-strategy/how-to-make-kids-voices-to-be-heard-globally
 56. www.internationalist-awards.com/new-digital-awards/