Klængshóll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klængshóll í Skíðadal, mynd tekin í mars 2008.
Klængshóll í Skíðadal 2015

Klængshóll er innsti bær í Skíðadal. Bærinn stendur austan Skíðadalsár og tilheyrir sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð. Fyrr á öldum var bærinn oft nefndur Blængshóll. Klængshólsdalur/Holárdalur skerst inn á milli fjallanna sunnan Klængshóls. Eftir honum rennur Holá og í henni er Holárfoss skammt ofan ármótanna við Skíðadalsá. Ofan bæjarins rísa há fjöll. Þar er Kvarnárdalshnjúkur og innan við hann Dýjafjallshnjúkur (1445 m), hæsta fjall í fjallahring Svarfaðardals. Á Klængshóli er rekið ferðaþjónustufyrirtækið Bergmenn, sem sérhæfir sig í fjallaklifri, fjallaskíðamennsku og þyrluskíðamennsku. Einnig er þar boðið er upp á gönguferðir með leiðsögn í hrikalegu umhverfi Tröllaskagans jafnt að sumri og vetri og ýmis námskeið tengd náttúru og heilsu. Aðaleigandi fyrirtækisins er fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann.

Anna Dóra Hermannsdóttir, jógakennari og leiðsögumaður og Örn Arngrímsson, höfuðbeina- og spjaldhryggjarþerapisti, eru einnig með starfsemi á Klængshóli.