Klukkuættkvísl
Útlit
Klukkur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Bláklukka
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Einkennistegund | ||||||||||||
Campanula latifolia L.[2] | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Klukkur (Campanula) er ættkvísl með 473 tegundum, sem er útbreidd í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Þetta eru fjölæringar eða sjaldnar; ein eða tvíærar plöntur. Klukkulaga blómin eru yfirleitt í klasa eða axi. Að jafnaði eru þau blá eða fjólulit. Einungis tvær tegundir vaxa villtar á Íslandi.
Nytjar og ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Yfirleitt eru þær ræktaðar til skrauts og eru margar auðræktaðar.
Ætibláklukka var eitt sinn ræktuð víða um Evrópu vegna blaða og róta og er þekkt ævintýri (Rapunzel/ Gullveig/ Ragnmunda) sem tengist þjófnaði á henni.
Skriðklukka hefur verið nytjuð á svipaðan hátt.
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Íslenskar tegundir |
Tvíærar klukkur |
Fjölærar tegundir (lágvaxnar) |
- Alpaklukka (Campanula pulla)
- Dröfnuklukka (Campanula punctata)
- Flipaklukka (Campanula excisa)
- Hjartaklukka (Campanula carpatica)
- Hólaklukka (Campanula collina)
- Skálaklukka (Campanula tridentata)
- Skeggklukka (Campanula barbata)
Fjölærar tegundir (meðalháar, háar) |
- Fagurklukka (Campanula persicifolia)
- Höfuðklukka (Campanula glomerata)
- Mjólkurklukka (Campanula lactiflora)
- Risaklukka (Campanula latifolia)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Genus: Campanula L.“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 29. janúar 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2012. Sótt 3. febrúar 2011.
- ↑ lectorype designated by Britton & Brown, Illustrated Flora of the Northern United States (ed. 2) 3: 294 (1913)