Klaksvíkar ítróttarfelag
Klaksvíkar Ítróttarfelag, almennt skammstafað KÍ og einnig þekkt sem KÍ Klaksvík, er færeyskt knattspyrnufélag með aðsetur í Klakksvík. Félagið var stofnað árið 1904 og er eitt sigursælasta færeyska knattspyrnufélagið, en það hefur unnið úrvalsdeild Færeyja 21 sinnum og Færeyjabikarinn sex sinnum. Félagið klæðist bláu og hvítu og spilar leiki á Við Djúpumýrar.
KÍ Klaksvík varð fyrsta færeyska knattspyrnufélagið til að spila í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt árið 2024.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]KÍ vann fyrstu keppni færeysku úrvalsdeildarinnar árið 1942[1]. Árið 1992 tók KÍ Klaksvík þátt í fyrsta skipti í Evrópukeppni.[2], er liðið keppti í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Skonto Riga frá Lettlandi, þar sem þeir töpuðu samanlagt 6–1.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Survival the key as KÍ resume Faroese fight - UEFA.com“. web.archive.org. 11 október 2016. Afritað af uppruna á 11 október 2016. Sótt 4 febrúar 2025.
- ↑ „www.in.fo“. web.archive.org. 10 ágúst 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 ágúst 2017. Sótt 4 febrúar 2025.
- ↑ „European Competitions 1992-93“. www.rsssf.org. Sótt 4 febrúar 2025.