Kjarnorkuveldi

Kjarnorkuveldi er ríki sem býr yfir kjarnavopnum. Almennt er talið að níu fullvalda ríki búi yfir kjarnavopnum, þótt aðeins átta þeirra hafi formlega viðurkennt slíkt.[1][2] Fimm fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru talin vera eiginleg „kjarnorkuríki“ (nuclear weapon states) samkvæmt Samningi um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Þetta eru ríkin (í röð eftir fjölda kjarnavopna) Bandaríkin, Rússland (arftaki Sovétríkjanna), Bretland, Frakkland, og Alþýðulýðveldið Kína.[3]
Önnur ríki sem hafa lýst yfir kjarnavopnaeign eru Indland, Pakistan og Norður-Kórea. Samningurinn gekk í gildi árið 1970 og þessi þrjú ríki eru ekki aðilar að honum. Þau hafa því gert kjarnorkutilraunir. Norður-Kórea var áður aðili að samningnum, en dró sig úr honum árið 2003.
Ísrael er almennt talið búa yfir kjarnavopnum, en viðurkennir það ekki formlega.[4] Ísrael er talið búa yfir milli 90 og 300 kjarnaoddum.[5] Ein ástæða fyrir kjarnorkutvíræðni Ísraels er að njóta fælingarmáttar þess án þess að skapa með því flækjustig í alþjóðatengslum.[6][7]
Ríki sem hafa áður átt kjarnavopn eru Suður-Afríka, sem lagði niður kjarnorkuáætlun sína þegar það gerðist aðili að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna,[8] og fyrrum Sovétlýðveldin Hvíta-Rússland, Kasakstan og Úkraína. Kjarnavopn þessara ríkja hafa verið flutt til Rússlands.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „World Nuclear Forces, SIPRI yearbook 2020“. Stockholm International Peace Research Institute. janúar 2020. Sótt 18 júní 2020.
- ↑ Kristensen, Hans M.; Korda, Matt (2 janúar 2022). „Israeli nuclear weapons, 2021“. Bulletin of the Atomic Scientists. 78 (1): 38–50. doi:10.1080/00963402.2021.2014239. ISSN 0096-3402. Sótt 22 apríl 2025.
- ↑ Murdock, Clark A.; Miller, Franklin; Mackby, Jenifer (13 maí 2010). „Trilateral Nuclear Dialogues Role of P3 Nuclear Weapons Consensus Statement“. Center for Strategic and International Studies. Sótt 13 maí 2010.
- ↑ Harding, Luke (12. desember 2006). „Calls for Olmert to resign after nuclear gaffe Israel and the Middle East“. The Guardian. London. Sótt 15 maí 2009.
- ↑ Kristensen, Hans M.; Korda, Matt. SIPRI Yearbook 2024. Oxford University Press. ISBN 9780198930570.
- ↑ „Nuclear Overview“. Israel. NTI. Afrit af upprunalegu (profile) geymt þann 2 janúar 2009. Sótt 23 júní 2009.
- ↑ Avner Cohen (2010). The Worst-Kept Secret: Israel's bargain with the Bomb. Columbia University Press.
- ↑ Arms Control and Global Security, Paul R. Viotti – 2010, p 312