Kjarnafæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kjarnafæði er íslensk kjötvinnsla sem var stofnuð þann 19. mars 1985 á Akureyri af bræðrunum Eiði og Hreini Gunnlaugssonum. Samanlögð velta Kjarnafæðis og dótturfélaganna var vel yfir fjögur þúsund milljónir króna árið 2009. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns.

Í upphafi var aðaláherslan lögð á að framleiða pizzur og hrásalat. Árið 1993 festi Kjarnafæði kaup á húsnæði á Svalbarðseyri og flutti stóran hluta af starfsemi sinni þangað.

Dótturfyrirtæki[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2002 stofnaði Kjarnafæði í samvinnu við HB Granda og Brim fiskvinnslufyrirtækið Norðanfisk. Norðanfiskur hóf starfsemi sína á Akureyri en flutti 2003 upp á Akranes. Norðanfiskur framleiðir frosinn fisk og reyktan og grafin lax.

Árið 2004 stofnaði Kjarnafæði ásamt samlokugerðinni Júmbó, salat- og sósugerðina Nonna litla. Nonni litli er staðsett í Mosfellsbæ og er nú alfarið í eigu eignarhaldsfélags Kjarnafæðis. Nonni litli framleiðir matar- og brauðsalöt, kaldar sósur og forsteiktar kjöt- og fiskibollur.

2004 eignaðist Kjarnafæði hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga en það hefur löngum verið einn af birgjum Kjarnafæðis.

Árið 2005 eignaðist Kjarnafæði liðlega þriðjungs hlut í nýju félagi sem stofnað var um rekstur sláturhúss og kjötvinnslu Sölufélags Austur Húnvetninga á Blönduósi. Sölufélag Austur Húnvetninga er eitt af elstu starfandi fyrirtækjum landsins á sínu sviði, stofnað árið 1908.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.