Kirkjutorg 4
Kirkjutorg 4 eða Kirkjuhvoll er hús við Kirkjutorg í Reykjavík. Jón Sveinsson trésmiður hóf byggingu þessi árið 1899 og var henni lokið árið 1901.
Kirkjuhvoll er veglegt timburhús sem vakti talsverða athygli á sínum tíma. Það var til dæmis fyrsta íbúðarhús Reykjavíkur þar sem komið var fyrir miðstöðvarhitun. Útlit hússins er nú mikið breytt frá því sem upphaflega var. Framhlið þess múruð með skeljasandi og lítið sést af hinum nýklassíska byggingarstíl þess.
Á þriðja áratug tuttugustu aldar komst Kirkjuhvol í eigu bræðranna Herlufs og Arreboe Clausen. Þeir leigðu einstaka hluta þess út til ýmissa aðila, þar á meðal til Theódóru Sveinsdóttur sem rak þar um nokkurra ára skeið veitingasali með veisluþjónustu. Var sú starfsemi talinn marka straumhvörf í íslenskum veitingastaðarekstri.
Kirkjuhvoll var lengi í eigu athafnamannanna Silla og Valda.
Ýmis skrifstofu- verslunarstarfsemi hefur átt sér stað í húsinu í gegnum tíðina. Þar er um þessar mundir veitingahúsið Vínbarinn.
Ýmislegt
[breyta | breyta frumkóða]- Árið 1928 var stofnfundur Mæðrastyrksnefndar haldinn í Kirkjuhvoli.
- Íslensk Ameríska verslunarfélagið var starfrækt í húsinu um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum.
- Alþýðulestrarfélag Reykjavíkur opnaði þar lessal árið 1901 og starfrækti um nokkurra ára skeið.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Páll Líndal (1987). Reykjavík: Sögustaður við Sund H-P. Örn og Örlygur.
- Guðrún Egilson, „Bar krásir konungum og krossberum“, Lesbók Morgunblaðsins, 28. ágúst 1993.