Fara í innihald

Kirkjugarðsstígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kirkjugarðsstígur er lítil, stutt og brött gata í vesturbæ Reykjavíkur. Eins og nafnið bendir til liggur hann að Hólavallakirkjugarði, nánar tiltekið norðanverðum, frá Suðurgötu í austri til gatnamóta Hólatorgs og Garðastrætis í vestri. Honum tilheyra 4 hús, númeruð 2-8, og eru öll gömul. Gatan er einstefna til vesturs og er hámarkshraði 30 km/klst.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.