Kiðagil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kiðagil er þröngt klettagil við norðurmörk Sprengisands og áningarstaður og byrjunarstaður fólks sem fór fornu Sprengisandsleiðina. Kiðagilsá fellur um grunnt daldrag, Kiðafellsdrög og steypist ofan í Kiðagil og rennur áfram út í Skjálfandafljót. Kiðagil sést ekki af bílveginum sem nú er yfir Sprengisand.

Kvæðið Sprengisandur eftir Grím Thomsen endar á ljóðlínunni: "Vænsta klárinn, vildi ég gefa til; að vera kominn ofan í Kiðagil".

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]