Kevin Mark Philips

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kevin Phillips.

Kevin Mark Phillips (fæddur 25. júlí árið 1973 í Hitchin í Hertfordshire) er enskur fyrrverandi knattspyrnumaður sem lék síðast með Leicester City árið 2014.

Hann varð markahæstur í úrvalsdeildinni tímabilið 1999/2000 þegar hann lék með Sunderland . Á því tímabili skoraði hann 30 mörk, og vann einnig evrópska gullskóinn það ár. Góð frammistaða hans í Sunderland leiddi til þess að hann komst í enska landsliðið. Með landsliði tókst honum þó ekki að skora í 8 leikjum sínum.

Phillips skrifaði undir eins árs samning við Crystal Palace í júlí árið 2013, rétt fyrir fertugsafmælið sitt.

  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.