Fara í innihald

Ketubjörg

Hnit: 66°2.0′N 20°0.47′V / 66.0333°N 20.00783°V / 66.0333; -20.00783
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

66°2.0′N 20°0.47′V / 66.0333°N 20.00783°V / 66.0333; -20.00783 Ketubjörg eru tilkomumikil sjávarbjörg við Skagafjörð, skammt sunnan við eyðibýlið Ketu á Skaga, leifar af eldstöð frá ísöld sem sjórinn hefur sorfið og myndað dranga og gatkletta.[1]

Í Ketubjörgum, sem eru rúmlega 120 metra há, er stuðlaberg og úti fyrir eru stakir drangar, sá stærsti og mesti heitir Kerling. Í björgunum er auðugt fuglalíf. Þau eru friðuð.[2][3]

Þjóðvegurinn lá á bjargbrúninni og þótti stundum illfært um hann fyrir tröllagangi en mikil tröllabyggð var sögð vera í Ketubjörgum og var sagt að tröllin héldu þing í skarði sem liggur gegnum björgin og kallast Tröllalögrétta.[4] Prestar sem þjónuðu Ketukirkju, sem var útkirkja frá Hvammi á Laxárdal, voru þá vanir að hringja bjöllu þegar þeir komu að hól sem Presthóll kallast og héldu því áfram þegar þeir riðu með björgunum. Þegar séra Hálfdán á Felli þjónaði sókninni um tíma tókst honum að losna við tröllaganginn með fjölkynngi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Svæði á Náttúruminjaskrá Geymt 20 október 2010 í Wayback Machine Ferðamannastofa Skagafjarðar
  2. Ketubjörg Geymt 6 júlí 2009 í Wayback Machine Northwest
  3. Langa ferðin í Skagafjörð Náttúrufræðingurinn
  4. Tómas Einarsson, Helgi Magnússon (ritstj.) Íslands Handbókin, 1 bindi (Örn og Örlygur, 1989) blaðsíða 387