Fara í innihald

Kerlingarskarð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kerlingarskarð er skarð í Snæfellsnesfjallgarði, í um 310 m hæð yfir sjávarmáli. Um skarð þetta hefur lengi legið einn af þremur fjallvegum sem farnir eru yfir fjallgarðinn og liggur þessi vegur, sem nú er í litlu viðhaldi og einungis fær stærri bílum, milli Helgafellssveitar norðan á nesinu og Miklaholtshrepps að sunnanverðu. Hinir tveir liggja yfir Fróðárheiði og um Heydal. Líklegt er að nafnið á skarðinu sé dregið af stökum steindrangi all háum, sem ber við loft þar sem hann stendur í öxl Kerlingarfjalls austan við veginn og heitir Kerling. Segir sagan að þar fari tröllskessa er orðið hafi að steini og sé hún með silungakippu á bakinu.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.