Þörungablómi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þörungablómi er afar hröð fjölgun svifþörunga í sjó eða vatni. Venjulega er aðeins ein eða fáar tegundir sem fjölgar gífurlega og sjórinn eða vatnið breytir um lit þegar þar verður mikill fjöldi litafruma. Í þörungablóma geta verið milljónir fruma í millilítra.

Þörungablómi getur valdið tjóni í kvíaeldi í sjó vegna þess að það verður súrefnisskortur í vatninu því á nóttunni nota þörungarnir súrefni til öndunar. Einnig þverr súrefnið við rotnun (oxun) þörunga þegar þeir deyja. Sumir þörungar eru eiturþörungar.

Þörungablómi í Norðursjónum og Skagerrak
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.