Þorskafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð niður í Þorskafjörð af Þorskafjarðarheiði.
Séð niður í Þorskafjörð af Þorskafjarðarheiði.

Þorskafjörður er um 16 km langur fjörður í Austur-Barðastrandarsýslu á milli Reykjaness og Skálaness. Líkt og aðrir firðir á þessum slóðum er Þorskafjörður grunnur og stendur innsti hluti hans á leirum þegar fjarar. Inn úr honum ganga tveir stuttir og grunnir firðir, Djúpifjörður og Gufufjörður.

Á Skógum í Þorskafirði fæddist skáldið Matthías Jochumsson árið 1835.

Upp úr botni Þorskafjarðar liggur þjóðvegur um Þorskafjarðarheiði yfir í Ísafjarðardjúp. Var hann lagður á árunum 1940-1946 og þjónaði sem aðalleiðin á milli Reykjavíkur og Djúps fram til 1987, þegar vegur um Steingrímsfjarðarheiði var opnaður.

Árið 2021 var fjörðurinn brúaður og var brúin opnuð haustið 2023 fyrir áætlun. Verkinu var áætlað lokið 2024. Verkið var hluti af færslu Vestfjarðarvegar í Gufudalssveit.[1]

Virkjanaframkvæmdir í Þorskafirði[breyta | breyta frumkóða]

Vesturorka er sprotafyrirtæki sem var stofnað með það að markmiði að kanna möguleika á að vinna raforku með því að nýta orku sjávar. Vesturorka hefur kannað virkjanir með þverbrúun í Þorskafirði. Kannanir fela í sér mat á afli og umhverfisröskun. Reiknað var með því að fjörðurinn yrði ekki brúaður og fallið frá hugmyndinni þegar ákveðið var að brúa fjörðinn.

Virkjun[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig Sjávarfallavirkjun

Meðalflóðahæðí Þorskafirði er 3.60m og mesta mælda flóðahæðí er 5.66m. Mögulegt er að koma fyrir allt að 10 vélum sem framleiða samanlagt allt að 254 MW

Byggðir bæir[breyta | breyta frumkóða]

Eyðibýli[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Áætlað að þverun Þf. hefjist innan skammsRúv, skoðað 23/3 2021