Útvarpsþáttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útvarpsþáttur er afurð dagskrárgerðar fyrir útvarp. Útvarpsþættir urðu til í Bandaríkjunum í upphafi 3. áratugar 20. aldar þegar hugmyndin um reglulegar útsendingar fyrir hóp hlustenda varð til með þessum miðli sem fram að því hafði fyrst og fremst verið notaður til einkasamskipta.

Með tilkomu sjónvarpsins á 5. áratugnum dró nokkuð úr vinsældum leikins útvarpsefnis og útvarpið fór að snúast öðru fremur um fréttir og tónlist.

Á Íslandi hóf Útvarp Reykjavík útsendingar 18. mars 1926 en viðtækin voru dýr til að byrja með og því fáir sem höfðu efni á þeim. Útvarpsstöðin hætti svo vegna fjárskorts tveimur árum síðar og lítið er nú vitað um dagskrána. Útvarp Akureyri hóf útsendingar 1927. Ríkisútvarpið var síðan stofnað 1930, fékk einkaleyfi til útvarpsrekstrar og hóf útsendingar 21. desember sama ár.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.