Úkraínska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úkraínska
українська мова úkrajínsjka mova
Málsvæði Úkraína, Rússland, Hvíta-Rússland, Rúmenía, Moldóva, Kanada, Pólland, Ísrael, Bandaríkin, Kasakstan, Brasilía, Slóvakía
Heimshluti Fyrrum Sovétríki, Vestur-Evrópa, Asía, Norður-Ameríka
Fjöldi málhafa Uþb. 45.400.000
Sæti 26
Ætt Indóevrópskt
        Baltóslavneskt
        Slavneskt
        Austurslavneskt

                Úkraínska

Opinber staða
Opinbert
tungumál
Úkraína
Stýrt af Úkraínsku tungumálastofnuninni
Tungumálakóðar
ISO 639-1 uk
ISO 639-2 ukr
SIL UKR
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Úkraínska (украї́нська мо́ва; með latnesku stafrófi: ukrayins'ka mova; IPA: ukrɑˈjinʲsʲkɑ ˈmɔwɑ) er slavneskt tungumál sem er talað í Úkraínu af 45,4 milljónum manna (2014) en er einnig algengt samskipta- og móðurmál í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum. Úkraínska er rituð með afbrigði af kyrillíska stafrófinu. Hún er eitt þriggja mála sem nú eru notuð sem teljast til austurslavnesku málagreinarinnar, hin tvö eru rússneska og hvítrússneska.

Úkraínska

Greining[breyta | breyta frumkóða]

Úkraínska er austur-slavneskt mál innan indóevrópsku málaættarinnar. Austurslavnesk eru enn fremur rússneska og hvítrússneska.

Nafnorð hafa 7 föll. Auk þeirra 4 sem við þekkjum úr íslensku eru ávarpsfall, staðarfall og tækisfall. Úkraínska hefur hvorki ákveðinn né óákveðinn greini og tengisögn í nútíð (er) er ekki notuð.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]


Útbreiðsla úkraínsku
Hinn úkraínskumælandi heimur

Ljósbleikur: opinbert mál
Vínrauður: mikið notað, víðast skilið eða talað; ekki opinbert

Mállýskur[breyta | breyta frumkóða]

Mállýskumunur hefur ekki verið mikill í úkraínsku og munur á milli mállýskna hefur minnkað mikið á 20. öld. Mállýskumunur er bæði hvað varðar framburð, orðaforða og málfræði. Sú úkraínska sem notuð er opinberlega og kennd í skólum byggist á mállýsku Kyjív, Vínnytsja og Poltava.

Stafagerð[breyta | breyta frumkóða]

Úkraínska er rituð með afbrigði af kyrillísku letri sem samanstendur af 33 bókstöfum.

Kyrillískur
bókstafur
Skrifletur Bókstafaheiti
og hljóðritun
IPA Umritun
А а а /ɑ/ /ɑ/ A
Б б бе /bɛ/ /b/ B
В в ве /ʋɛ/ /ʋ/, /w/ V
Г г ге /ɦɛ/ /ɦ/ H
Ґ ґ ґе /gɛ/ /g/ G
Д д де /dɛ/ /d/ D
Е е е /e/ /ɛ/ E
Є є є /je/ /jɛ/, /ʲɛ/ Je
Ж ж же /ʒɛ/ /ʒ/ Zj
З з зе /zɛ/ /z/ Z
И и и /ɪ/ /ɪ/ Y eða I
I і і /i/ /i/ Í
Ї ї ї /ji/ /ji/, /jɪ/
Й й йот /jɔt/ /j/ J
К к ка /kɑ/ /k/ K
Л л ел /ɛl/ /l/ L
М м ем /ɛm/ /m/ M
Н н ен /ɛn/ /n/ N
О о о /ɔ/ /ɔ/ O
П п пе /pɛ/ /p/ P
Р р ер /ɛr/ /r/ R
С с ес /ɛs/ /s/ S
Т т те /tɛ/ /t/ T
У у у /u/ /u/ Ú
Ф ф еф /ɛf/ /f/ F
Х х ха /xɑ/ /x/ Kh
Ц ц це /t͡sɛ/ /t͡s/ Ts
Ч ч че //t͡ʃɛ/ //t͡ʃ/ Tsj
Ш ш ша /ʃɑ/ /ʃ/ Sj
Щ щ ща /ʃt͡ʃɑ/ /ʃt͡ʃ/ Sjtsj
Ь ь м’який знак
/mjɑˈkɪj znɑk/
/ʲ/
Ю ю ю /ju/ /ju/, /ʲu/
Я я я /ja/ /jɑ/, /ʲɑ/ Ja

Auk þess sem tugatáknið sem er notað úrfellingarmerki: |з'їзд|.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Úkraínska, frjálsa alfræðiritið
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.