Íhaldsstefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Edmund Burke, 1729-1797.

Íhaldsstefna er heiti á þeim stefnum í stjórnmálum sem leggja áherslu á gildi hefða og venja og hægfara framþróun fremur en byltingar. Hvað telst vera hefðbundið er gerólíkt eftir samfélögum og því tekur íhaldsstefna á sig mjög ólíkar myndir eftir löndum. Íhaldsmenn í einu landi getur líka greint á um það hver þau grunngildi séu sem beri að halda í. Sumir íhaldsmenn vilja halda í óbreytt ástand (status quo) meðan aðrir sækjast eftir því að endurheimta fyrra ástand (status quo ante).

Íhaldsstefna kom fyrst fram sem greinileg tilhneiging í stjórnmálum í Frönsku byltingunni með ritinu Reflections on the Revolution in France eftir Edmund Burke. Burke gagnrýndi upplýsinguna og hélt þess í stað fram mikilvægi rótgróinna stofnana samfélagsins og venja.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.