Ávísun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um breska ávísun.

Ávísun eða tékki er viðskiptabréf fyrir banka eða lánastofnun til að borga tiltekna peningaupphæð í tilteknum gjaldmiðli úr bankareikningi sem er heldur undir nafni sparifjáreiganda. Sparifjáreigandi og greiðsluþegi mega báðir vera einstaklingar eða lögpersónur. Ávísanir eru yfirleitt með:

  1. Útgáfustað
  2. Ávísananúmeri
  3. Útgáfudagsetningu
  4. Nafni greiðsluþega
  5. Peningaupphæð
  6. Eiginhandaráritun sparifjáreiganda
  7. Reikningsnúmeri

Ávísun er yfirleitt í gildi um óákveðinn tíma eftir að hún er gefin út en í sumum löndum eru ávísanir í gildi í aðeins sex mánuði og gildistími veltur á útgáfustað.

Orðið tékki er dregið af enska orðinu cheque eða check, sem er dregið af franska orðinu cheque. Þetta orð er upphaflega dregið af arabíska orðinu ṣakk (صكّ) sem er sjálft dregið af persneska orðinu chak. Hugmyndin um ávísanir hefur verið notuð síðan á 9. öld í Mið-Austurlöndum.

Í dag hefur dregið mjög úr notkun ávísana í Evrópu og sérstaklega í Þýskalandi, Belgíu, Austurríki og á Norðurlöndunum. Til dæmis í Svíþjóð eru ávísanir fullkomlega úreltar og í Finnlandi hættu bankar að gefa út ávísanir árið 1993. Í sumum evrópskum löndum eins og Bretlandi, Írlandi og Frakklandi eru ávísanir enn þá notaðar svolítið. Í Norður-Ameríku eru ávísanir enn þá notaðar víða. Árið 2001 voru 70 milljarðar ávísana skrifaðar í Bandaríkjunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.