Árblinda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af svartmýi í hárri upplausn.

Árblinda er hitabeltissjúkdómur sem er mjög algengur í Mið-Austurlöndum, Afríku og í Mið- og Suður-Ameríku. Árblinda berst með svartmýi (bitmý) sem verpir í flúðum fljóta og áa. Bit sýktrar flugu veldur útbrotum á húð og kýlum, og veldur því jafnframt að ormar berast inn í líkamann, tímgast þar ört og breiðast út. Loks berast þeir inn í augun og valda blindu. Um 30 milljónir manna víðs vegar um heim þjást af árblindu. Verst er ástandið í savannalöndum Vestur-Afríku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.