Zadar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zadar.
Torg fólksins.

Zadar er borg við Adríahafsströnd Króatíu. Íbúar voru rúmlega 75.000 árið 2011 sem gerði hana fimmtu stærstu borg landsins. Hún er vinsæll ferðamannastaður.

Zadar á sér langa sögu og hafa fundsist mannvistarleifar frá steinöld þar. Rómverjar voru þar með borgina Iadera. Ýmis veldi hafa haft yfirráð yfir borginni: Austrómverska ríkið, Feneyjingar og Austurríkismenn. Borgin varð illa úti í seinni heimsstyrjöld þegar bandamenn sprengdu um 80% húsa í borginni og varð mannfall mikið. Í Júgóslavíustríðinu var umsátur um borgina frá 1991-1993.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]