William Watson Goodwin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

William Watson Goodwin (9. maí 1831 í Massachusetts1912) var bandarískur fornfræðingur.

Goodwin brautskráðist frá Harvard-háskóla árið 1851 og hélt til náms í Þýskalandi. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna og kenndi grísku við Harvard á árunum 1856-1860. Hann varð Eliot-prófessor í grísku við Harvard árið 1860 og gegndi stöðunni til ársins 1901.

Goodwin ritstýrði Samfundarræðu Ísókratesar (1864) og ræðu Demosþenesar Um krúnuna (1901). Hann aðstoðaði við útgáfu 7. útgáfu grísk-ensku orðabókar Liddells og Scotts. Hann endurskoðaði ýmsar þýðingar á verkum Plútarkosar og gaf út grískan texta á leikriti Æskýlosar Agamemnoni (1906) ásamt enskri þýðingu.

Mikilvægasta verk hans var þó ritið Syntax of the Moods and Tenses of the Greek Verb (Setningarfræði hátta og tíða grískra sagna) (1860). Verkið var að hluta til byggt á verkum Madvigs og Krügers en innihélt einnig nýtt efni, meðal annars nýja og róttæka flokkun skilyrðissetninga.

Goodwin gaf einnig út gríska málfræði, Greek Grammar, (1870).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.