William Blake

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af William Blake eftir Thomas Philips 1807.

William Blake (28. nóvember 175712. ágúst 1827) var enskt ljóðskáld, listmálari og prentari. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði en er nú álitinn einn sá áhrifamesti í sögu ljóðagerðar og myndlistar á tímum Rómantíkarinnar. Hann hefur verið kallaður „án efa besti listamaður sem Bretland hefur alið af sér“. Þrátt fyrir að hafa aldrei stigið fæti út fyrir Bretland samdi Blake fjölbreytt og mjög táknrænt ritsafn þar sem ímyndunaraflið réð ríkjum. Með óhefðbundnu skoðunum hans á málum eins og trú, siðgæði, list og pólitík hefur Blake orðið þekktur sem bæði þjóðfélagslegur uppreisnarseggur og „hetja ímyndunaraflsins“ sem spilaði stórt hlutverk í að þróa Rómantíkina gegn Rökhyggjunni. Þessi efni eru kjarni textans í þekktasta verki Blakes, Söngvar sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar.

William Blake fæddist 28. nóvember 1757 í London. Hann var annar í röðinni af fimm börnum sem fæddust þeim Catherine og James Blake. William kom af miðstéttarfólki og starfaði faðir hans sem sokkavörusali. Sem barn gekk William ekki í skóla heldur kenndi móðir hans honum heima. Talið er að Blake fjölskyldan hafi verið andófsmenn sem tilheyrðu (Móravísku?) kirkjunni. Biblían hafði snemma mikil áhrif á William og sótti hann innblástur í Biblíuna alla sína ævi. Sem barn sá William sýnir þar sem hann hélt því fram að hann sæi Guð við gluggann hjá sér og tré alsett englum. Hann var einnig bráðger á list mjög snemma.

Árið 1772 eftir nokkurra ára nám í Teikniskóla Henry Pars varð William lærlingur hjá leturgrafa meistaranum James Basire. Þar dvaldi hann í sjö ár eða til ársins 1779 þá fór William að stunda nám við The Royal Academy of Arts (Listaháskóli) en hann var ósammála listkenningum kennara sinna og einbeitti sér í staðinn að leturgröftrun. Þannig komst hann í samband við róttæka bóksalann Joseph Johnson og samlistamenn eins og Thomas Stothard, John Flaxman og Henry Fuseli. Það var aðallega í gegnum fyrirhöfn John Flaxman að William fékk borgað fyrir vinnu sína. Árið 1782 giftist William Catherine Boucher og var hún honum trú alla tíð. William kenndi henni að lesa, skrifa og hjálpa til við gerð bóka hans.

William fékk fyrst athygli fyrir ljóðagerð sína í gestastofu Séra A.S. Mathew þar sem hann las ljóð sín og stöku sinnum söng þau við lög sem hann samdi. Árið 1783 fjármögnuðu Séra Matthew og John Flaxman útgáfu Ljóðrænar skyssur (Poetical Sketches) sem var fyrsta ljóðasafn Williams. Árið 1787 missti William yngri bróður sinn Robert og seinna hélt hann því fram að hann talaði við anda hans „með ímyndunaraflinu“. Á sama tíma var hann að þróa tækni sína við að (lýsa bækur – illuminated printing) Hann notaði fyrst þessa aðferð árið 1788 við gerð tveggja fræðirita sem kölluðust There Is No Natural Religions og All Religions Are One en þau benda á kosti ímyndunaraflsins í stað rökréttar heimspeki. Tvö önnur verk Úr söngvum sakleysisins og The Book of Thel voru prentuð árið 1789. William leturgróf plöturnar (fyrir lýstu verkin), prentaði þær persónulega og litaði hvert verk fyrir sig. Bækur hans eru eins sjaldgæfar eins og þær eru fallegar. (Þar af leiðandi varð innkoma hans lítil og kom í veg fyrir að orðspor hans og verk yrðu þekkt utan vina og vandamanna.)

Útbreiðsla frönsku byltingarinnar árið 1789 kom William í róttækan félagsskap Joseph Johnson, Joseph Priestley, Thomas Paine og Mary Wollstonecraft. Þau ræddu um demókratískar byltingar í Ameríku og Frakklandi og pólitísku og félagslegu ringulreiðina sem þau ollu heima fyrir, málefni sem urðu aðalyrkisefni hans t.d. The French Revolution og America:Prophecy. Skoðanir Williams stungust á við skoðanir ríkisstjórnarinnar þar af leiðandi hafa margir velt því fyrir sér hvort hann faldi skoðanir sínar í ljóðum sínum um dulúð til að sleppa við ámæli ríkistjórnarinnar.

Árið 1790 fluttu William og kona hans til Lambeth þar sem hann skrifaði mörg verk og nokkur sem tilheyrðu Sjáandabókunum (Prophetic Books) þ.á.m. The Book of Athania og The Song and Book of Los. Í þessum verkum þróaði William táknrænu (goðafræðina) sem hann kynnti í Tiriel og The Book of Thel þar sem William reyndi að „útskýra sögu sína, sögu Englands, sögu heimsins, forsögulegan tíma og eðli eilífðarinnar“. Fræðimenn eru sammála um að goðafræði hans nær hápunkti í The Four Zoas: The Torments of Love & Jealousy in the Death and Judgement of Albion the Ancient Man sem hann byrjaði líklegast að semja í Lambeth.

Frá 1800-1803 bjuggu William og kona hans í sjávarþorpinu Felpham þar sem þau bjuggu við stuðning ljóðskáldsins William Hayley. Hversdagsleiki olli William gremju/óþægindum þar sem hann var svo mikill draumóramaður. William og frú fluttu að lokum aftur til London árið 1803 en heimkoma þeirra var ekki glaðleg þar sem William var ásakaður um að hafa hreytt uppreisnarorðum á meðan hann rak hermann að nafni Scofield úr garði sínum í Felpham. Það var réttað yfir honum og var hann sýknaður árið 1804. Næsta þýðingarmikla verk Williams var árið 1808 og var það útgáfa af Robert Blairs The Grave (Gröfin) sem fékk meiri athygli en öll hans verk til samans. Árið 1809 ákvað William að opna einkasýningu á málverkum sínum sem hann hélt að myndi auglýsa verk hans og réttlæta skoðanir hans á (framsýnni) fagurfræði en sýningin var illa mætt og lýsingarnar í bæklingunum sem fylgdu sýningunni fengu þessa fáu gesti sem sóttu sýninguna til að gera gys af honum. Á sínum seinni árum kláraði William Jerúsalem hans síðasta og lengsta spámannsbók og gerði seríur af leturgröftruðum myndskreytingum fyrir The Book of Job sem er nú víða álitin hans besta listaverk. Hans seinni verk voru (heimiluð?) snemma á þriðja áratug 18. aldar af John Linnell einn af ungum listamönnum sem tilheyrði hópi listamanna sem kölluðu sig „Ancients“ sem hjálpuðu William í ellinni. William Blake lést 12. ágúst árið 1827 og var hann jarðaður 5 dögum seinna í Dissenter kirkjugarðinum í Bunhill Fields þar sem foreldrar hans voru einnig jarðaðir.

William Blake er dýrlingur í Kaþólsku Gnostic-kirkjunni. Einnig eru veitt Blake verðlaunin fyrir trúarlega list (The Blake Prize for Religious Art) en þau voru fyrst veitt í Ástralíu árið 1949. Árið 1957 var minnisvarði reistur í Westminster Abbey til minningar um hann og konu hans.