Tíðni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sínusbylgjur með ólíka tíðni.

Tíðni, stundum sveiflutíðni ef um reglulega sveiflu er að ræða, er mælikvarði á hversu oft tiltekinn atburður verður á ákveðinni tímaeiningu. SI-mælieining tíðni er hertz, sem einnig nefnist rið á íslensku. Táknið fyrir tíðni er f og á það rætur sínar að rekja í enska heitið á tíðni, frequency. Tíðni er formlega skilgreind sem

þar sem T er sveiflutími.

Horntíðni, táknuð með f, á við hringhreyfingu og telur hve mörgum hringjum (2π rad) er lokið á hverri tímaeiningu, þ.e.

f := ω/2π,

þar sem ω er hornhraði.

Fourier-vörpun er fall sem breytir tíma formengi merki í tíðnisvið merka.

Bylgjur og tíðni[breyta | breyta frumkóða]

Bylgjur hafa tíðni og þá er talað um fjölda bylgjuumferða á tímaeiningu (sekúndu ef mæla á bylgjuna í Hz, sem er yfirleitt gert). Hægt er að reikna tíðni bylgju með eftirfarandi jöfnu

þar sem v táknar hraða bylgjunnar og táknar bylgjulengd bylgjunnar.

Dæmi um bylgjur og tíðni[breyta | breyta frumkóða]

  • Sem dæmi má nefna hljóð, en hljóð hefur ákveðna tíðni sem segir til um tónhæð hljóðsins. Tíðni hljóðsins ákvarðast af því hversu oft hljóðbylgjurnar sveiflast á sekúndu. Mannseyrað (á heilbrigðum ungum einstakling) getur numið hljóð frá 20 Hz (20 sveiflur á sekúndu, mjög djúpt hljóð) að 20.000 Hz (20.000 sveiflur á sekúndu, mjög bjart hljóð).
  • Annað dæmi er tíðni rafmagns í raforkukerfum. Í Evrópu er þessi tíðni 50 Hz en í Bandaríkjunum er þessi tíðni 60 Hz. Þetta þýðir að spennan í kerfinu í Evrópu sveiflast frá lággildi sínu(u.þ.b. -325 Volt) til hágildis síns (325 Volt) 50 sinnum á sekúndu. Þetta þýðir m.a. að allar ljósaperur blikka 100 sinnum á sekúndu, en sem betur fer blikka þau of hratt fyrir augu okkar til að nema (augun í mannslíkamanum geta numið u.þ.b. 20Hz).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.