Tyndareifur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tyndareifur er persóna í grískri goðafræði. Hann var konungur í Spörtu, eiginmaður Ledu og faðir Klýtæmnestru, Helenu fögru, Pólýdevkesar (Polluxar), Kastors auk annarra.

Seifur tældi Ledu, eiginkonu Tyndareifs, í líki svans. Leda verpti tveimur eggjum. Úr hvoru eggi um sig komu tvö börn, Pólýdevkes og Helena fagra úr öðru og voru þau Seifsbörn; Kastor og Klýtæmnestra úr hinu en þau voru börn Tyndareifs.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.