Timbúktú

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Timbúktú getur líka átt við sænska tónlistarmanninn Timbuktu.

Timbúktú (formleg enska Timbuctoo; franska Tombouctou) er borg í norðanverðu Malí, í suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar. Borgin var menningarleg og trúarleg höfuðborg og miðstöð fyrir útbreiðslu íslams á 15. og 16. öld. Í borginni eru 3 stórar moskur og tveir háskólar, sem öll bera vitni um forna frægð. Frægasta moskan er Sankoremoskan.

Borgin á sér langa og merka sögu og er nú á Heimsminjaskrá UNESCO[1]. Íbúarnir eru af mismunandi uppruna, helst skal nefna Songhay, Tuareg, Fulani, og Mandé.

Timbúktú í vestrænni dægurmenningu[breyta | breyta frumkóða]

Þegar um miðja 19. öld varð nafn Timbúktú í hugum margra Vesturlandabúa tengt dulúð hins fjarlæga og ævintýrakennda. Timbúktú hætti þannig að visa einungis til borgarinnar sjálfrar, heldur varð hún að eins konar táknmynd þess sem var skringilegt og langt í burtu. Þessi ímynd hefur reynst lífseig. Þannig leiddi könnun í Bretlandi árið 2006 í ljós að þriðjungur aðspurða trúði því ekki að borgin væri til í raun og veru. Timbúktú kemur oft fyrir í þessu samhengi í bókmenntum, kvikmyndum og dægurtónlist:

Teiknimyndapersónan Andrés Önd hefur oftar en einu sinni flúið í felur til Timbúktú eftir að hafa sett allt á annan endann. (Í íslenskum þýðingum Andrésblaðanna er þó yfirleitt talað um ímyndaða landið Fjarskanistan í þessu samhengi.)

Í Disney-teiknimyndinni um Hefðarkettina hyggst illmennið senda aðalsöguhetjurnar til Timbúktú, en læsist sjálfur ofan í kassanum og er sendur af stað.

Timbúktú er nafn á dægurlagi eftir Pál Torfa Önundarson, sem fyrst kom út með hljómsveitinni Diabolus in Musica. Það varð síðar titillag á sólóplötu Páls Torfa, þá í flutningi Egils Ólafssonar.[2]

Árið 1996 var framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva lagið Sjúbídú í flutningi Önnu Mjallar. Þar sagði meðal annars:

Sjúbídú, sjúbídú
Menn skilja jafnt á Skagaströnd og Timbúktú
Sjúbídú, sjúbídú
Í öllum heimi einum rómi sjúbídú

Timbúktú kemur einnig fyrir í slagaranum Án þín eftir Jónas Árnason.:

Og ein með börn og bú
í bænum Timbúktú
ég una mundi mér
með þér, með þér.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.