Tilvitnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tilvitnun er það þegar einhver hefur orðrétt eftir öðrum setningarhluta, setningu eða jafnvel fleiri setningar. Í texta er algengt að aðgreina tilvitnanir frá öðrum texta með gæsalöppum eða inndrætti þegar um er að ræða lengri texta.

Í hugverkarétti er almennt gerð undanþága fyrir tilvitnanir, en þá er skilyrði að tilvitnunin sé ekki uppistaða þess verks sem inniheldur hana og að vísað sé til höfundar með venjubundnum hætti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.