Tartus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bátar í smábátahöfn Tartus

Tartus (arabíska: طرطوس) er borg á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Hún er önnur stærsta hafnarborg landsins, á eftir Latakíu. Íbúar voru um 115 þúsund árið 2004. Borgin er höfuðstaður Tartushéraðs. Borgin er vinsæll sumardvalarstaður. Þar er líka lítil rússnesk flotastöð.