Símens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Símens (þýska siemens) er SI-mælieining fyrir rafleiðni, táknuð með S. Nefnd í höfuðið á þýskum athafna- og uppfinningamanni Ernst Werner von Siemens (1816-1896). Jafngildi umhverfu óms, þ.e. 1 S = Ω-1. (Mælieiningin var áður kölluð mho, sem er ohm lesið aftur á bak.)