Sámsstaðamúli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjálparfoss undir Sámsstaðamúlanum

Sámsstaðamúli er fjall milli Búrfells og Skeljafells í Þjórsárdal. Vestan undir fjallinu er Þjóðveldisbærinn og í gegnum það liggja aðrennslisgöng Búrfellsvirkjunar. Um múlann hlykkjast einnig þjóðvegur 32, Þjórsárdalsvegur, og er þar mikil hækkun og beygjur eftir því.

Sunnan undir Sámsstaðamúla eru rústir eyðibýlis, sem hét Sámsstaðir, og múlinn dregur nafn af. Bærinn fór í eyði vegna Heklugosa, líklega eftir gosið 1104, en þó gæti hafa verið búið þar eitthvað lengur. Rústir Sámsstaða voru grafnar upp um 1972, og er greinargerð um uppgröftinn, eftir Sveinbjörn Rafnsson, í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1976, bls. 39–120.