Sketchnotes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Glósað með sketchnotes.
Fundarglósur

Sketchnote er leið til þess að glósa með myndrænum hætti. Fyrst þarftu að ákveða hvaða verkfæri þú ætlar að nota. Þú getur bæði notað venjulega bók með auðum síðum, eða notað tæknina og náð þér í smáforrit sem gerir þér kleift að glósa með símanum eða spjaldtölvunni. Dæmi um smáforrit sem hægt er að hlaða niður fyrir iOS: Concepts, Penultimate og Noteshelf. Fyrir Android eru þessi hér: INKredible, Bamboo Paper og SketchBook. Það er líka hægt að hlaða niður forriti í tölvuna og búa til sketchnote þar. Dæmi: Google Drawings, InspiARTion.

Nokkur lykilatriði fyrir myndrænar glósur[breyta | breyta frumkóða]

Texti: Þarf að vera hnitmiðaður, skrifaðu einungis lykilatriði og það sem vekur athygli þína.

Form: Gott er að afmarka textann með formum, þau gera hann líka meira áberandi. Dæmi um algeng form sem notuð eru: ský, hringir, ferningar.

Tenging: Nota tengingar með línum eða örvum til þess að tengja saman hugmyndir og litlar sögur sem verða til á teikningunni þinni.

Beinagrind: Sumir nota ramma, burðargrind fyrir myndirnar sínar. Nokkurs konar einkenni, þú skapar þér e.t.v. slík einkenni með tímanum.

Táknmynd: Hægt er að koma sér upp banka með táknmyndum sem flýta fyrir og gera glósurnar hnitmiðaðri.

Skuggar: Að gera skugga á myndina bætir dýpt og andstæðum og gera þannig glósurnar fallegri og markvissari.

Litir: Í upphafi gæti verið gott að bíða aðeins með liti, það þarf að gæta þess að missa ekki af aðalatriðum vegna þess að maður gleymir sér við að lita. Þegar þú síðan byrjar að lita þá er gott að afmarka sig við 2-3 liti til að byrja með.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]